Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Stjórnendanámskeið – Dagur 1

Um viðburðinn:

Fyrsti dagurinn af þremur í námskeiðum fyrir starfsfólk Útilífsskóla skáta 17 ára og eldra.

Þessi dagur er ætlaður nýjum aðstoðar- og skólastjórum, starfsfólk sem hefur áður sinnt stöðu aðstoðar- eða skólastjóra þarf þannig ekki að mæta fyrsta daginn.

Dagskrá:

Námskeið frá a til ö – 75 mínútur

Farið verður ofan í saumana á námskeiðsfyrirkomulaginu ásamt góðum siðum og venjum til að hafa í huga og tileinka sér sem stjórnandi námskeiðs. Rætt verður um algengustu dagskrárliði útilífsskólans og hvað beri að hafa í huga í kringum þá. Hvernig skuli ferðast með hóp barna og helstu reglur sem okkur eru settar s.s. af strætó, sundlaugum og öðrum aðilum sem við vinnum með í starfinu.
Öll námskeiðsgögn, upplýsingar sem eru kynntar og verkfæri verða gerð aðgengileg með rafrænum hætti fyrir skólastjórnendur.

Gott verklag og upplýsingagjöf – 30 mínútur

Farið verður ofan í góðar venjur þegar kemur að því hvernig og hvenær beri að hafa lokið skipulagi námskeiðs. Hvernig við tryggjum að foreldrar, þátttakendur og starfsólk okkar sé meðvitað um dagskrá vikunnar og af hverju við viljum gera vel í þessum málum. Skólastjórar kynnast siðum frá vissum skólum og fá í lokin rafrænt aðgengi að verkfærunum sem verða kynnt í þessum hluta.

Matarhlé – 30 mínútur

Stjórnendur geta skotist út á nálæga staði einnig er Bónus verslun við hlið Skátamiðstöðvarinnar, allir eru hvattir til að taka mat fremur með sér aftur í Skátamiðstöðina en að ljúka við að borða úr húsi svo minnstar líkur séu að seinagangur raski tímaplönum annarra þátttakenda námskeiðsins.

Dagskrármöguleikar í nærumhverfi – 45 mínútur

Förum yfir vinsæl dagskrársvæði í nærumhverfi höfuðborgarsvæðisins. Hvaða samgöngumöguleikar eru á svæðinu, hvaða möguleika svæðin bjóða upp á, hvaða dagskrá hefur áður verið keyrð út frá þeim. Ræðum síðan í sameiningu um aðra skemmtilega möguleika sem fólk þekkir eða hefur reynt áður.

Nokkur hollráð fyrir byrjendur – 30 mínútur

Þótt útilífsskólinn sé heldur einfaldur í rekstri eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga og vera klár með áður en fyrsta námskeið hefst og nokkur önnur sem gott er að hafa hugföst yfir sumarið og í lok þess. Því viljum við fara yfir þessi atriði og gefa nokkur hollráð í leiðinni.

Útilífsskólabakpokinn – 15 mínútur

Bakpoki útilífsskólans er góður vinur starfsfólks. Í honum má iðulega finna sjúkragögn, klósettpappír, ruslapoka og ýmislegt annað sem kemur að gagni á ferð og flugi með hópi barna. Við viljum tala um hverju við pökkum í hann.

Önnur mál – 15 mínútur
Skólastjórar skila inn skráningum á námskeiðin til erindreka Bís 27.05.2020

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
03/06/2020
Tími
10:00 - 14:30
Kostnaður:
3000kr
Aldurshópar:
Róverskátar, Eldri skátar, Rekkaskátar

Skipuleggjandi

Bandalag íslenskra skáta
Sími:
550-9800
Netfang:
skatarnir@skatarnir.is
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Skátamiðstöðin
Hraunbær 123
Reykjavík, Reykjavík 110 Iceland
+ Google Map
Sími:
5509800
Vefsíða:
View Staðsetning Website