Hleð Viðburðir

Stjórnendanámskeið – Dagur 3

Um viðburðinn:

Þriðji dagurinn af þremur í námskeiðum fyrir starfsfólk Útilífsskóla skáta 17 ára og eldra.

Dagskrá:

Samskipti og viðmót – 30 mínútur

Farið verður yfir góða hætti til að tileinka sér í samskiptum við börn og ungmenni. Hvaða áhrif það hefur hvernig við tölum saman, bæði á milli starfmanna og milli starfsmanns og barna.

Ólíkar þarfir barna – 60 mínútur

Lauslega verður fjallað um góða siði til að hafa í huga þegar komið er til móts við fjölbreytileika barna en áhersla verður á einstaklingsmiðaðri nálgun. Aðgengileiki útilífsskólanna verður ræddur og hvaða stuðnings beri að ætlast af sveitarfélaginu.

Viðbragðsáætlun – 60 mínútur

Allir sjálfboðaliðar og starfsmenn skátafélaga eiga að þekkja og fylgja eftir þeim ferlum sem finna má í viðbragðsáætlun Æskulýðsvettvangsins. Tekin verður æfing í notkun hennar þar sem stjórnendur kynnast gagnsemi og takmörkunum hennar.

Ávallt Covidbúin – 45 mínútur

Farið verður yfir þá hluti sem huga skal að í sumar vegna Covid-19, eins og hreinlæti og hvernig umgengi við börn skal háttað.

Markaðsetning  – 30 mínútur

Útilífsskólanir eru reknir af skátafélögum m.a. til að kynna ungmenni í umhverfi þeirra fyrir skátastarfi. Mikilvægt er að stjórnendur hafi það hugfast yfir sumarið að kynna skátafélagið i leiðinni fyrir krökkunum og foreldrum þeirra og þá möguleika sem skátastarf býður þeim í frístundastarfi.

Önnur mál – 15 mínútur

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
5. júní
Tími
10:00 - 14:30
Kostnaður:
3000kr
Aldurshópar:
Rekkaskátar, Róverskátar, Fullorðnir

Skipuleggjendur

Bandalag íslenskra skáta
Skátasamband Reykjavíkur

Staðsetning

Skátamiðstöðin
Hraunbær 123
Reykjavík, Reykjavík 110 Iceland
+ Google Map
Sími:
5509800
Vefsíða:
www.skatarnir.is