Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Stjórnendanámskeið – Dagur 3

Um viðburðinn:

Þriðji dagurinn af þremur í námskeiðum fyrir starfsfólk Útilífsskóla skáta 17 ára og eldra.

Dagskrá:

Samskipti og viðmót – 30 mínútur

Ræðum hvernig við erum aðgengilegust börnum, foreldrum og samstarfsfólki í sumar. Hvað ber að varast og hvernig við notum hvatningu til að gera þátttöku og starf í útilífsskólanum að eftirminnilegri sumarminningu.

Ólíkar þarfir barna – 60 mínútur

Thelma Rún van Erven, sálfræðingur og félagsforingi Vífils, verður með innlegg þar sem við ræðum saman um ólíkar þarfir barna og hvernig við komum til móts við þær af jákvæðni og virðingu.

Viðbragðsáætlun – 60 mínútur

Allir sjálfboðaliðar og starfsmenn skátafélaga eiga að þekkja og fylgja eftir þeim ferlum sem finna má í viðbragðsáætlun Æskulýðsvettvangsins. Tekin verður æfing í notkun hennar þar sem stjórnendur kynnast gagnsemi og takmörkunum hennar.

Ávallt Covidbúin – 45 mínútur

Fjallað verður um sérstakan viðbúnað sem mælt er með að útilífsskólarnir hafi í sumar vegna heimsfaraldurs. Veittar verða nýjustu upplýsingar um hvernig ástandið spilar inn í frístundastarf með börnum og hvað áhrif það gæti haft á ferðalög og dagskrá í sumar.

Markaðssetning  – 30 mínútur

Inga Auðbjörg verður með annað innlegg þar sem við ræðum markaðssetningu í sumar. Hvað er viðeigandi að deila, með hverjum og hvar? Hvernig sýnum við frá skemmtilegu starfi og fylgjum viðmiðum um persónuvernd samtímis? Hvernig vekjum við áhuga barna og forráðamanna í sumar á vetrarstarfinu okkar?

Önnur mál – 15 mínútur

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
05/06/2020
Tími
10:00 - 14:30
Kostnaður:
3000kr
Aldurshópar:
Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar

Skipuleggjendur

Bandalag íslenskra skáta
Skátasamband Reykjavíkur

Staðsetning

Skátamiðstöðin
Hraunbær 123
Reykjavík, Reykjavík 110 Iceland
+ Google Map
Sími:
5509800
Vefsíða:
View Staðsetning Website