Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Hringborð skátaforingja rekkaskáta

Um viðburðinn:

Hringborð sjálfboðaliða er vettvangur fyrir sjálfboðaliða um land allt í samskonar hlutverkum að kynnast innbyrðis, ræða sín á milli þær áskoranir sem þau mæta í sínu starfi og deila á milli sín lausnum og góðum aðferðum. Við hvert hringborð verður erindreki BÍS í blönduðu hlutverki áheyrnarfulltrúa og fundarstjóra.

Fyrir hverja er viðburðurinn:

Viðburðurinn er ætlaður skátaforingjum rekkaskáta. Í sumum skátafélögum leiðbeina eldri skátaforingjar rekkaskátunum í starfi á meðan að í öðrum félögum stýra rekkaskátarnir eigin starfi en njóta stuðning eldri skáta eftir þörfum. Í ljósi þessa og í anda ungmennaþátttöku óskum við eftir því að hvert skátafélag sendi skátaforingja aldursbilsins en að sveitirnar velji líka 1 – 2 fulltrúa rekkaskáta til að taka þátt.

Skráning á viðburðinn:

Það verður enginn skráning fyrir viðburðinn. Fundurinn verður rafrænn og því verður hægt að tengjast honum korteri áður en að fundurinn hefst og á meðan að á fundinum stendur.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ TENGJAST FUNDINUM

Hvað verður til umræðu á fundinum:

Jákvæð þróun hefur átt sér stað í starfi rekkaskáta á landsvísu undanfarin ár. Metfjöldi gekk upp í rekkaskáta nú í haust en fjöldi þátttakanda og sveita hefur fjölgað jafnt og þétt í nokkur ár og horfur eru einnig góðar næstu tvö árin. Á sama tíma  skortir verulega viðburðaúrval á komandi starfsári og fyrir vikið eru tengsl rekkaskáta þvert á félög ekki jafn öflug og þau gætu verið. Táknræn umgjörð í starfi rekkaskáta er forsetamerkið sem var sett í nýjan búning fyrir nokkrum árum og uppfært aftur haustið 2019, sum skátafélög og foringjar þeirra eru komin á mjög gott skrið með forsetamerkið meðan öðrum vantar enn reynsluna. Rekkaskátar eru flestir í menntaskóla og með styttingu framhaldsskólanáms í 3 ár er oft mikil áskorun fyrir þessi ungmenni að leggja stund á frístundastarf og þá reynist oft sérstaklega erfitt að taka frá heilar helgar í útilegur og ferðir á meðan skólaárið er enn í gangi og fæstir bjóða skipulagt starf yfir sumartímann.

Til að tryggja áframhaldandi velgengni á aldursbili rekkaskáta vilja erindrekar skipuleggja og styðja við átaksverkefni fyrir aldursbilið og því verður við hringborð skátaforingja rekkaskáta sérstaklega til umræðu:

  1. Viðburðir fyrir aldursbil rekkaskáta
    – Hvers konar viðburði viljum við sjá á starfsárinu 2020 – 2021?
    – Hverja virkjum við til að sinna þessum viðburðum?
  2. Vegabréf rekkaskáta að forsetamerkinu
    – Hver er reynsla skátafélaganna?
    – Hvernig styðjum við enn betur við rekkaskáta á leið að forsetamerkinu?
    – Hvað þarf að bæta á stigi BÍS til að einfalda rekkaskátum að vinna að forsetamerkinu?
  3. Tækifærin í starfi rekkaskáta utan hefðbundins fundarstarfs
    – Hvernig virkjum við rekkaskáta í starf utan fundartíma?
    – Eru tækifæri falin í sumarstarfi rekkaskáta?

Í lok viðburðar verður gefið rými fyrir dagskrá sem að skátaforingjar rekkaskátar eða rekkaskátarnir sjálfir koma með tillögu að. Við höfum útbúið form til að senda tillögur fyrir fundinn í gegnum, fyrirvari er gefinn á að líklegast verður ekki hægt að taka allt fyrir. Með því að smella hér má fylgja slóða á formið.

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
14/10/2020
Tími
20:00 - 22:00
Aldurshópar:
Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar

Staðsetning

Fjarfundur á Teams