Á Íslandi og í íþrótta- og æskulýðsfélögum landsins er fjöldi barna og ungmenna hinsegin. Það er mikilvægt að þau finni fyrir öryggi og vellíðan á sínum vettvangi. Þekking og fræðsla á hinsegin málum er grundvöllur fyrir því að draga úr fordómum og mismunun. Það skiptir máli fyrir þenna hóp að efla þekkingu, auka skilning á stöðu hinsegin fólks og að fagna fjölbreytileikanum.
Á námskeiðinu er fjallað um öll helstu hugtök innan hinsegin regnhlífarinnar, hvað þau þýða og hvað við getum gert til að styðja við bakið á hinsegin fólki.
Kennari námskeiðsins er Sveinn Sampsted.