- Þessi event er liðinn
Dróttin – daðrað við dauðann. Prufukeyrsla fyrir foringja
Um viðburðinn:
Í drótt Drakaríu, drottningar af Túrpislúpíu, iðar allt af drama og daðri. Eiginmaður hennar, Mortis Vulturis konungur, fannst nýlega látinn og áhöld eru á um hvort dauða hans hafi borið að með eðlilegum hætti. Drakaría verður nú krýnd sem ríkjandi drottning og mun stýra landinu þar til Aleþía, dóttir hennar, kemst á fullorðinsaldur. Drakaríu dreymir um að efla völd sín og hefur háar hugmyndir um hvernig hún geti sölsað undir sig fleiri ríkjum. Ein hugmyndin væri mögulega að þekkjast boð Adúnisar frá Petríu um hjúskap, þó mörgum þyki það of snemmt eftir dauða Mortisar. Eitt er víst að lát konungsins hefur hleypt lífi í undirheima Miðnæturkastala og ýmislegt sem gæti komið upp á yfirborðið um þær mundir sem krýningarhátíð drottningar fer í hönd.
***
Dróttin – daðrað við dauðann er morðgáta fyrir dróttskáta og eldri. Fyrsta prufukeyrslan á gátunni verður 17. nóvember og býðst þá drótt-, rekka- og róversveitarforingjum að prófa leikinn. Síðar geta foringjar nálgast leiðbeiningar og efni til að spila leikinn með sveitinni sinni. Leikurinn fer fram með fjarfundarforritinu Discord.
Athugið að þar sem um ákveðin hlutverk er að ræða er mikilvægt að afbóka sig ekki nema með að minnsta kosti 48 tíma fyrirvara.
Klst
Min
Sek
Lykilupplýsingar
- Dagsetning:
- 17/11/2020
- Tími
-
19:00 - 22:00
- Aldurshópar:
- Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar
Staðsetning
- Discord
Skipuleggjendur
- Bandalag íslenskra skáta
- Skátasamband Reykjavíkur