Sportabler netnámskeið

Bandalag íslenskra skáta er nú á lokastigi við að færa sig um skráningakerfi og skiptir nú Nóra út að fullu fyrir Sportabler. Öll félög hafa nú verið færð yfir í Sportabler og félagatal þeirra sem byrjuðu starfsárið í Nóra verið afrituð yfir.

Að því tilefni ætlum við að bjóða upp á netnámskeið í Sportabler þar sem við fáum til okkar starfsmann frá Sportabler til þess að fara yfir helstu þætti kerfisins sem við erum að nýta okkur. Mikilvægt er að öll félög þekki til hvernig Sportabler virkar þar sem þetta verður núna okkar aðal tæki til þess að halda utan um félagatalið, fundarboð, skráningu á viðburði og einnig sem samskiptamáti innan félagsins milli skáta, skátaforingja og foreldra.

Því hvetjum við bæði foringja og stjórn skátafélaga til þess að mæta á námskeiðið sem haldið verður næsta mánudag, 24. janúar kl. 17:30. 

Þeir sem ætla að mæta eru hvattir til þess að skrá sig https://www.sportabler.com/shop/skatarnir

Slóðin á námskeiðið á Zoom er:
https://us02web.zoom.us/j/86021006674

 


Fjarfundarleikir

 

Þegar unnið er með eldri skátahópa getur verið skemmtilegt að bregða á leik á fjarfundum. Í ljósi þess að heimsfaraldurinn hefur haldið mörgum föstum inni hafa vinsældir hópleikja yfir netið stór aukist. Aukið hefur í úrvali leikja fyrir hópa sem byggja á samskiptum, látbrögðum og öðrum skemmtilegu hópefli. Hér höfum við tekið saman nokkra leiki sem hafa reynst vel fyrir skátasveitir í fjarfundum, sem bæði efla samskipti hópsins og geta verið einstaklega skemmtilegt fundar verkefni.

 

Among Us

Among us er leikur sem byggir á samskiptum og samvinnu. Hópurinn á að vinna saman að því að laga geimskip eða geimstöðvar, á meðan einn eða fleiri úr hópnum fá það verkefni að skemma fyrir. Hópurinn vinnur ef að öll verkefni eru kláruð eða boðflennurnar fundnar. Boðflennurnar vinna ef þær ná að slá hópmeðlimi úr leik án þess að það komist upp um boðflennuna.

Leikinn er hægt að spila saman á fjarfundi, þátttakendur geta sótt leikinn í formi apps, eða spilað í gegnum tölvuna. Leikurinn hefur notið mikilla vinsælda seinustu tvö ár og er mjög líklegt að flestir þekki leikinn og getur því verið mjög auðvelt að taka upp leikinn sem fundarverkefni.

Meira - Spila

Jackbox

Jackbox er samansafn af mismunandi leikjum sem hópar geta spilað á fjarfund. Leikirnir snúast allir um það að taka þátt í verkefnum í gegnum síma. Það geta mis margir tekið þátt í hverjum leik, en ef hópurinn er stærri en spilannafjöldinn er annaðhvort hægt að skipta hópnum upp eða að skiptast á að taka þátt, þar sem þeir sem eru ekki að spila geta tekið þátt sem áhorfendur og fá þannig að hafa áhrif á leikinn.

Jackbox leikirnir eru seldir í svokölluðum veislupökkum. Þeir eru hverjum öðrum skemmtilegri, og við mælum sérstaklega með þrem nýjustu leikjunum. Nýjustu veislupakkarnir höfða betur til fjarfunda en eldri pakkarnir.

Leikirnir sem eru að finna í veislupökkunum eru bæði spreng hlægilegir og uppbyggjandi fyrir hópa. Þar eru leikmenn hvattir til að sýna fram á sköpunargleði og samskiptahæfileika.

Nýjustu pakkar

Meira - Spila

TOWN OF SALEM

Town of Salem er leikur sem er hægt að spila saman í hóp af allt að 15 einstaklingum. Leikurinn byggir á spilinu 'Varúlfur' þar sem einn eða fleiri leikmenn taka á sig hlutverk varúlfs. Markmið leiksins er að bæjarbúar finni út hverjum hefur verið breytt varúlf og losa sig við hann úr bænum. Markmið varúlfsins er að taka sem flesta aðra leikmenn úr leik.

Leikinn er hægt að spila á slóðinni hér fyrir neðan. Leikurinn er tilvalinn fyrir hópa sem vilja spila

Meira - Spila

Kahoot

Kahoot er sniðugt verkfæri sem hægt er að nota til þess að vera með spurningakeppnir og fleira skemmtilegt á fjarfundum.

Þátttakendur keppast um að svara spurningum eins fljótt og hægt er til að safna sem flestum stigum. Til er mikið magn af tilbúnum spurningarleikjum sem auðvelt er að hoppa inn í. Einnig er hægt að búa til spurningaleiki frá grunni og spila þá.

Meira - Spila

Heads Up!

Heads up er skemmtilegur látbragðsleikur sem gefur hópum skemmtilegt tækifæri á að spila látbragðaleiki á fjarfundum. Einn leikmaður heldur uppi síma allir aðrir leikmenn sjá og eiga að reyna að segja leikmanninum með símann hvað stendur á símanum án þess að nefna það beint. Boðið er upp á að spila leikinn með látbrögðum, söngum og með að setja á fyndna hreima eða raddir.

Hægt er að finna leikinn á hlekknum hér fyrir neðan.

Meira - Spila

Psych!

Psych! er spurningarleikur sem gefur leikmönnum tækifæri á að setja inn sín eigin svör við spurningum og keppast svo um að finna raunverulega svarið við spurningunni. Leikmenn fá stig fyrir að finna raunverulega svar spurningarinnar eða ef aðrir leikmenn velja þitt svar.

Hægt er að finna leikinn á hlekknum hér fyrir neðan.

Meira - Spila

Spaceteam

Spaceteam er samvinnuleikur sem snýst út á samskipti og samvinnu. Leikmenn eiga að vinna saman að því að reka og laga geimskip sem er á fullri ferð um alheiminn. Hver og einn leikmaður sér um sinn hluta af geimskipinu og þurfa að vinna saman að því að uppfylla verkefni og laga það sem fer úrskeiðis.

Leikurinn er frábær fyrir minni hópa sem hafa gaman að samvinnu leikjum og geim leikjum. Hann getur reynst mikil áskorun fyrir suma hópa og er því frábært hópaverkefni fyrir fundi.

Meira - Spila

 

Önnur mál

Listi af borðspilum sem hægt er að spila yfir netið má finna hér 

 


100+ Spil til að spila á fjarfundum með skátum

 

Sveitir geta komið saman á netfund og spilað. Spilakvöld. Hægt er að hafa frjálst val á spilum, hægt er að bjóða upp á að hafa spila mót, keppt er í ákveðnu spili, fólk keppir um sæti. Getur verið betra að velja spil fyrir fram til að byrja með til að kynna þátttakendur fyrir kerfinu og hvernig það virkar.

Til eru mörg og fjölbreytt vefspilasvæði. Hér fyrir neðan erum við búin að taka saman lista af netsvæðum sem bjóða upp á spil sem krefjast ekki greiðslu.

 


Codenames

Leikmenn skipta sér í tvö njósnaralið og markmið þeirra er að finna liðsfélaga sína sem táknaðir eru með dulnefnum á leikborðinu. Njósnameistarar hvors liðsins geta borið kennsl á njósnarana og gefa liðinu sínu vísbendingar til að leiða það að réttu dulnefnunum. Liðið sem fyrst tekst að ráða öll dulnefni af réttum lit vinnur.

Hægt er að spila leikinn yfir netið með því að fylgja slóðinni hér fyrir neðan. Bæði er hægt að skipta hópnum niður í tvö stór lið eða skipta hóp niður á nokkra leiki.

Skoða nánar - Spila


Drawphone

Leikmenn skiptast á að teikna, svipað og í leiknum Pictionary. Sá leikmaður sem á að gera í hvert sinn fær handahófskennt orð og á síðan að teikna það. Þegar leikmaður er búinn að teikna er myndin látin ganga til næsta leikmanns. Sá leikmaður á að reyna að giska hvað upprunalega orðið var og teiknar aðra mynd, sem er svo einnig látin ganga. Þannig gengur leikurinn í nokkrar umferðir, þar til leiknum lýkur. Þá er túlkun mynda rekin frá upphafi og hægt að skoða hvernig upprunalega orðið breytist. Leikurinn þarf að minnsta kosti fjóra leikmenn, enginn vinnur eða tapar í lok leiks.

Skoða nánar - Spila
Leikreglur


Catan Universe - App

Margverðlaunað spil sem meðal annars var kosið „Spil aldarinnar“ árið 2000.

Catan skal hún heita, eyjan sem þið hafið uppgötvað. Byrjað er að stofna bæi og leggja vegi. Bæir þróast í borgir og verslun blómstrar. Fljótlega er eyjan orðin þéttsetin – og keppni um landsvæði, auðlindir og völd byrjar. Í lokin er aðeins eitt ljóst – það getur eingöngu einn orðið höfðingi á Catan. Eyðieyjan Catan samanstendur af 19 landsvæðum umkringdum sjó. Ykkar verkefni er að nema land á eyjunni. Til að ná í stig þarf að byggja bæi, leggja vegi og breyta bæjum í borgir. Ein borg gefur 2 stig. Til þess að geta byggt þarf hins vegar hráefni. Það ákvarðast með teningakasti. Til þess að geta unnið þarf að versla við hina landnemanna. Boðin eru skipti á hráefnum og á móti koma gagntilboð. Þegar samningar takast er hægt að nota hráefnin sem vantaði til að byggja nýjan bæ, borg eða veg. Sá landnemi sem fyrstur nær 10 stigum eða fleiri stigum sigrar og verður höfðingi Catan.

Leikborðið og spilaíhlutir hafa verið uppfærðir og íslenskar spilareglur og handbók fylgir með.

Hægt er að spila borðspilið CATAN með litlum hóp eða skipta stórum hóp niður í nokkra leiki og spilað er úrsláttarkeppni eða sætiskeppni. Hægt er að spila leikinn yfir netið með appi, sem beint er á hér fyrir neðan. Foringi getur tekið að sér að stýra keppnum, séð um yfirsýn á úrsláttarkeppnum eða sætiskeppnum og tilkynnt sigurvegara og sæti í lok móts.

Skoða nánar - Spila


Secret Hitler

Secret Hitler er spil þar sem hver leikmaður er annað hvort fasisti eða frjálslyndur, og einn leikmannanna er Hitler. Fasistarnir reyna að sá vantrausti og koma leiðtoga sínum að, á meðan hinir frjálslyndu reyna að finna Hitler og stöðva hann áður en það er um seinan. Frjálslyndir eru alltaf í meirihluta.

Til að spila leikinn yfir netið er hægt að fylgja slóðinni hér fyrir neðan. Þar geta leikmenn stofnað aðgang og spilað allt að sjö saman. Ef hópurinn er stærri en það er hægt að skipta honum niður og á milli leikja er hægt að endurraða í hópa.

Skoða nánar - Spila


Bordgame arena

Hér má finna fjölbreytt val af spilum sem hægt er að spila í gegnum netvafra. Síðan bíður upp á góða leitarvél þar sem hægt er að leita eftir tegund spila. Það er hægt að leita að leikjum eftir stærð hóps, tegund borðspila, hversu langan tíma þau taka og fleira. Þar er auglýst að hægt sé að spila yfir þúsund mismunandi borðspil og það er ekki þörf á að hala niður neinum forritum.

Við hvetjum þig til að skoða fjölbreytta úrvalið sem er þar er í boði. Ef þú ert óviss um hvar skal byrja mælum við með að prufa að skoða eftirfarandi spil:

Hér er hægt að skipta hópum niður í lið eða mismunandi spilateymi. Einnig er hægt að stilla upp úrsláttarkeppnum eða mótum í ákveðnum spilum. Magn og fjölbreytileiki spilaúrvalsins bíður upp á marga möguleika á hvernig sveit getur skipulagt spilafundinn sinn.

Skoða nánar - Spila

Önnur mál

Listi af leikjum sem hægt er að spila yfir netið má finna hér