100+ Spil til að spila á fjarfundum með skátum

 

Sveitir geta komið saman á netfund og spilað. Spilakvöld. Hægt er að hafa frjálst val á spilum, hægt er að bjóða upp á að hafa spila mót, keppt er í ákveðnu spili, fólk keppir um sæti. Getur verið betra að velja spil fyrir fram til að byrja með til að kynna þátttakendur fyrir kerfinu og hvernig það virkar.

Til eru mörg og fjölbreytt vefspilasvæði. Hér fyrir neðan erum við búin að taka saman lista af netsvæðum sem bjóða upp á spil sem krefjast ekki greiðslu.

 


Codenames

Leikmenn skipta sér í tvö njósnaralið og markmið þeirra er að finna liðsfélaga sína sem táknaðir eru með dulnefnum á leikborðinu. Njósnameistarar hvors liðsins geta borið kennsl á njósnarana og gefa liðinu sínu vísbendingar til að leiða það að réttu dulnefnunum. Liðið sem fyrst tekst að ráða öll dulnefni af réttum lit vinnur.

Hægt er að spila leikinn yfir netið með því að fylgja slóðinni hér fyrir neðan. Bæði er hægt að skipta hópnum niður í tvö stór lið eða skipta hóp niður á nokkra leiki.

Skoða nánar – Spila


Drawphone

Leikmenn skiptast á að teikna, svipað og í leiknum Pictionary. Sá leikmaður sem á að gera í hvert sinn fær handahófskennt orð og á síðan að teikna það. Þegar leikmaður er búinn að teikna er myndin látin ganga til næsta leikmanns. Sá leikmaður á að reyna að giska hvað upprunalega orðið var og teiknar aðra mynd, sem er svo einnig látin ganga. Þannig gengur leikurinn í nokkrar umferðir, þar til leiknum lýkur. Þá er túlkun mynda rekin frá upphafi og hægt að skoða hvernig upprunalega orðið breytist. Leikurinn þarf að minnsta kosti fjóra leikmenn, enginn vinnur eða tapar í lok leiks.

Skoða nánar – Spila
Leikreglur


Catan Universe – App

Margverðlaunað spil sem meðal annars var kosið „Spil aldarinnar“ árið 2000.

Catan skal hún heita, eyjan sem þið hafið uppgötvað. Byrjað er að stofna bæi og leggja vegi. Bæir þróast í borgir og verslun blómstrar. Fljótlega er eyjan orðin þéttsetin – og keppni um landsvæði, auðlindir og völd byrjar. Í lokin er aðeins eitt ljóst – það getur eingöngu einn orðið höfðingi á Catan. Eyðieyjan Catan samanstendur af 19 landsvæðum umkringdum sjó. Ykkar verkefni er að nema land á eyjunni. Til að ná í stig þarf að byggja bæi, leggja vegi og breyta bæjum í borgir. Ein borg gefur 2 stig. Til þess að geta byggt þarf hins vegar hráefni. Það ákvarðast með teningakasti. Til þess að geta unnið þarf að versla við hina landnemanna. Boðin eru skipti á hráefnum og á móti koma gagntilboð. Þegar samningar takast er hægt að nota hráefnin sem vantaði til að byggja nýjan bæ, borg eða veg. Sá landnemi sem fyrstur nær 10 stigum eða fleiri stigum sigrar og verður höfðingi Catan.

Leikborðið og spilaíhlutir hafa verið uppfærðir og íslenskar spilareglur og handbók fylgir með.

Hægt er að spila borðspilið CATAN með litlum hóp eða skipta stórum hóp niður í nokkra leiki og spilað er úrsláttarkeppni eða sætiskeppni. Hægt er að spila leikinn yfir netið með appi, sem beint er á hér fyrir neðan. Foringi getur tekið að sér að stýra keppnum, séð um yfirsýn á úrsláttarkeppnum eða sætiskeppnum og tilkynnt sigurvegara og sæti í lok móts.

Skoða nánar – Spila


Secret Hitler

Secret Hitler er spil þar sem hver leikmaður er annað hvort fasisti eða frjálslyndur, og einn leikmannanna er Hitler. Fasistarnir reyna að sá vantrausti og koma leiðtoga sínum að, á meðan hinir frjálslyndu reyna að finna Hitler og stöðva hann áður en það er um seinan. Frjálslyndir eru alltaf í meirihluta.

Til að spila leikinn yfir netið er hægt að fylgja slóðinni hér fyrir neðan. Þar geta leikmenn stofnað aðgang og spilað allt að sjö saman. Ef hópurinn er stærri en það er hægt að skipta honum niður og á milli leikja er hægt að endurraða í hópa.

Skoða nánar – Spila


Bordgame arena

Hér má finna fjölbreytt val af spilum sem hægt er að spila í gegnum netvafra. Síðan bíður upp á góða leitarvél þar sem hægt er að leita eftir tegund spila. Það er hægt að leita að leikjum eftir stærð hóps, tegund borðspila, hversu langan tíma þau taka og fleira. Þar er auglýst að hægt sé að spila yfir þúsund mismunandi borðspil og það er ekki þörf á að hala niður neinum forritum.

Við hvetjum þig til að skoða fjölbreytta úrvalið sem er þar er í boði. Ef þú ert óviss um hvar skal byrja mælum við með að prufa að skoða eftirfarandi spil:

Hér er hægt að skipta hópum niður í lið eða mismunandi spilateymi. Einnig er hægt að stilla upp úrsláttarkeppnum eða mótum í ákveðnum spilum. Magn og fjölbreytileiki spilaúrvalsins bíður upp á marga möguleika á hvernig sveit getur skipulagt spilafundinn sinn.

Skoða nánar – Spila

Önnur mál

Listi af leikjum sem hægt er að spila yfir netið má finna hér