Fjarfundarleikir

 

Þegar unnið er með eldri skátahópa getur verið skemmtilegt að bregða á leik á fjarfundum. Í ljósi þess að heimsfaraldurinn hefur haldið mörgum föstum inni hafa vinsældir hópleikja yfir netið stór aukist. Aukið hefur í úrvali leikja fyrir hópa sem byggja á samskiptum, látbrögðum og öðrum skemmtilegu hópefli. Hér höfum við tekið saman nokkra leiki sem hafa reynst vel fyrir skátasveitir í fjarfundum, sem bæði efla samskipti hópsins og geta verið einstaklega skemmtilegt fundar verkefni.

 

Among Us

Among us er leikur sem byggir á samskiptum og samvinnu. Hópurinn á að vinna saman að því að laga geimskip eða geimstöðvar, á meðan einn eða fleiri úr hópnum fá það verkefni að skemma fyrir. Hópurinn vinnur ef að öll verkefni eru kláruð eða boðflennurnar fundnar. Boðflennurnar vinna ef þær ná að slá hópmeðlimi úr leik án þess að það komist upp um boðflennuna.

Leikinn er hægt að spila saman á fjarfundi, þátttakendur geta sótt leikinn í formi apps, eða spilað í gegnum tölvuna. Leikurinn hefur notið mikilla vinsælda seinustu tvö ár og er mjög líklegt að flestir þekki leikinn og getur því verið mjög auðvelt að taka upp leikinn sem fundarverkefni.

Meira – Spila

Jackbox

Jackbox er samansafn af mismunandi leikjum sem hópar geta spilað á fjarfund. Leikirnir snúast allir um það að taka þátt í verkefnum í gegnum síma. Það geta mis margir tekið þátt í hverjum leik, en ef hópurinn er stærri en spilannafjöldinn er annaðhvort hægt að skipta hópnum upp eða að skiptast á að taka þátt, þar sem þeir sem eru ekki að spila geta tekið þátt sem áhorfendur og fá þannig að hafa áhrif á leikinn.

Jackbox leikirnir eru seldir í svokölluðum veislupökkum. Þeir eru hverjum öðrum skemmtilegri, og við mælum sérstaklega með þrem nýjustu leikjunum. Nýjustu veislupakkarnir höfða betur til fjarfunda en eldri pakkarnir.

Leikirnir sem eru að finna í veislupökkunum eru bæði spreng hlægilegir og uppbyggjandi fyrir hópa. Þar eru leikmenn hvattir til að sýna fram á sköpunargleði og samskiptahæfileika.

Nýjustu pakkar

Meira – Spila

TOWN OF SALEM

Town of Salem er leikur sem er hægt að spila saman í hóp af allt að 15 einstaklingum. Leikurinn byggir á spilinu ‘Varúlfur’ þar sem einn eða fleiri leikmenn taka á sig hlutverk varúlfs. Markmið leiksins er að bæjarbúar finni út hverjum hefur verið breytt varúlf og losa sig við hann úr bænum. Markmið varúlfsins er að taka sem flesta aðra leikmenn úr leik.

Leikinn er hægt að spila á slóðinni hér fyrir neðan. Leikurinn er tilvalinn fyrir hópa sem vilja spila

Meira – Spila

Kahoot

Kahoot er sniðugt verkfæri sem hægt er að nota til þess að vera með spurningakeppnir og fleira skemmtilegt á fjarfundum.

Þátttakendur keppast um að svara spurningum eins fljótt og hægt er til að safna sem flestum stigum. Til er mikið magn af tilbúnum spurningarleikjum sem auðvelt er að hoppa inn í. Einnig er hægt að búa til spurningaleiki frá grunni og spila þá.

Meira – Spila

Heads Up!

Heads up er skemmtilegur látbragðsleikur sem gefur hópum skemmtilegt tækifæri á að spila látbragðaleiki á fjarfundum. Einn leikmaður heldur uppi síma allir aðrir leikmenn sjá og eiga að reyna að segja leikmanninum með símann hvað stendur á símanum án þess að nefna það beint. Boðið er upp á að spila leikinn með látbrögðum, söngum og með að setja á fyndna hreima eða raddir.

Hægt er að finna leikinn á hlekknum hér fyrir neðan.

Meira – Spila

Psych!

Psych! er spurningarleikur sem gefur leikmönnum tækifæri á að setja inn sín eigin svör við spurningum og keppast svo um að finna raunverulega svarið við spurningunni. Leikmenn fá stig fyrir að finna raunverulega svar spurningarinnar eða ef aðrir leikmenn velja þitt svar.

Hægt er að finna leikinn á hlekknum hér fyrir neðan.

Meira – Spila

Spaceteam

Spaceteam er samvinnuleikur sem snýst út á samskipti og samvinnu. Leikmenn eiga að vinna saman að því að reka og laga geimskip sem er á fullri ferð um alheiminn. Hver og einn leikmaður sér um sinn hluta af geimskipinu og þurfa að vinna saman að því að uppfylla verkefni og laga það sem fer úrskeiðis.

Leikurinn er frábær fyrir minni hópa sem hafa gaman að samvinnu leikjum og geim leikjum. Hann getur reynst mikil áskorun fyrir suma hópa og er því frábært hópaverkefni fyrir fundi.

Meira – Spila

 

Önnur mál

Listi af borðspilum sem hægt er að spila yfir netið má finna hér