Nordisk Speiderkomité - NSK

NSK - Nordisk Speiderkomité

Nordisk speiderkomité eða norræna skátanefndin, skammstafað NSK, er samstarfsvettvangur skátasamtaka á Norðulöndunum. Markmið vettvangsins er að skapa tækifæri til samstarfs, til að miðla reynslu og deila menningu á milli landanna. Einnig að geta átt samræður og samstarf um önnur alþjóðleg málefni s.s. þau sem varða WOSM og WAGGGS heimssamtökin.

Nefndina mynda alþjóðafulltrúar þátttökulanda sem eru auk Íslands, Danmörk, Finnland, Færeyjar, Noregur og Svíþjóð.  Hvert land er með jafnt vægi og sama fjölda atkvæða í ráðinu og formennska ráðsins færist á milli landanna á þriggja ára fresti. Færeyjar fara með formennsku ráðsins þar til í maí 2024.

Dagskrá NSK er ákveðin til þriggja ára í senn, löndin skipta sín á milli að vera skipuleggjendur og gestgjafar hinna ýmsu viðburða en sem dæmi má taka NSK fundi, Ung i Norden og samnorrænt Gilwell námskeið.

Samstarfið innan NSK er íslensku skátahreyfingunni mjög dýrmætt. Sterkt samstarf og tengslanet milli skátasamtaka með svipuð markmið og líkar áskoranir hefur reynst mjög vel. Þá býður samstarfið ungum íslenskum skátum tækifæri á að spreyta sig á alþjóðagrundvelli félags- menningar- og landfræðilegu nærumhverfi og svo hefur fjöldi viðfangsefna í skátastarfinu borist til lands gegnum samstarfið s.s. byggjum betri heim dagskrárpakkinn sem kom frá Danmörku, félagaþrennan sem kom frá Finnlandi og færnimerkin sem komu frá Svíþjóð.

Heimasíða NSK

Á heimasíðu NSK er að finna upplýsingar og fréttir um starf NSK, helstu verkefni, upplýsingar um alþjóðafulltrúa hvers lands, stjórn og samþykktir samtakanna ásamt áætlun um viðburði framundan.


Dagskrá NSK 2022-2024

Í töflunni má finna áætlun um hvar viðburðir 2022 – 2024 fara fram. Nákvæmari dagsetningar verða auglýstar í viðburðardagatali skátanna og má einnig finna á vefsíðu NSK með að smella hér.

 

Viðburður202220232024
Function based network meetingNoregurFinnlandÍsland
Fundur framkvæmdastjóraÍslandDanmörkNoregur
Go GlobalFinnlandDanmörk
NSK fundur og fundur skátahöfðingjaÍslandDanmörkNoregur
Nordic Adventure RaceFæreyjarDanmörk
Nordic Guide and Scout ConferenceFæreyjar
Samnorrænt Gilwell námskeiðSvíþjóð
Ung í NordenSvíþjóðNoregurFinnland

Norræna skátaráðið

Upplýsingar um hver mynda norræna skátaráðið um hver sitja í norræna skátaráðinu um þessar mundir fyrir hönd þátttökulanda og hver fara með formennsku.

Skátasamtökin í NSK

Upplýsingar um hvaða skátasamtök það eru innan þátttökulanda sem mynda NSK ásamt vísan á heimasíðu þeirra.

Sýn, stefna og samstarfsgrundvöllur

Núgildandi samkomulag innan NSK um sýn, stefnu og samstarfsgrundvöll. Hvernig ráðið starfar og er hvernig skipulagi þess er háttað.


Þankadagurinn

Þankadagurinn

Hugmyndin af þankadeginum varð til árið 1926 þegar kvennskátar alls staðar úr heiminum (Girl Guide og Girl Scout) komu saman í Bandaríkjunum á fjórðu heimsráðstefnu WAGGS. Þær voru sammála um að á hverju ári ætti að vera einn dagur sérstakur dagur sem væri tileinkaður því að allir kvennskátar hugsi til hvor annarra, lýsi virðingu, þökkum og þakklæti sínu fyrir alþjóðahreyfingunni okkar. Á síðari árum hefur WAGGGS beðið skáta að hugsa um mikilvæg málefni samtímans sem snúa t.d. að jafnrétti, aðgengileika, fjölbreytni, mannréttindum og fleira. Til að styðja skátana í þessu hafa verið gefnir út dagskrárpakkar til að skátar geti kynnst flóknum málefnum í gegnum leik og starf.

Dagurinn var kallaður Þankadagur og varð 22. febrúar valinn vegna þess að bæði Lord Baden-Powell stofnandi skátahreyfingarinnar og Olave Baden-Powell, þáverandi kvenskátahöfðingi eiga afmæli þennan dag. 22. febrúar er einnig haldinn hátíðlegur af alþjóðasamtökum skátahreyfinga, WOSM, þar sem hann er kallaður dagur stofnandann eða founder’s day.

Bandalag íslenskra skáta hefur fylgt WAGGGS eftir í að halda upp á þankadaginn og hvetja skáta til að láta gott að sér leiða, hugsa til skátasystkina sinna um allan heim og kynna sér mikilvæg málefni samtímans.

Heimasíða WAGGGS

WAGGGS (world association of girl guides and girl scouts) er stærsta sjálfboðaliða hreyfing tileinkuð stúlkum í heiminum og er Bandalag íslenskra skáta hluti af samtökunum. Á heimasíðu þeirra er hægt að fræðast um markmiðin og finna fleiri verkefna pakka sem samtökin hafa gefið út.


þankadagurinn 2024

Okkar veröld, okkar friðsæla framtíð

Sækja

dagskrápakkar síðustu ára

Þankadagurinn 2023 - Okkar veröld, okkar friðsæla framtíð

Dagskrápakkinn 2023, Okkar veröld, okkar friðsæla framtíð: umhverfið og friður, fjallar um hana Miku sem er á vegferð um umhverfið sitt í leit að friði og jafnvægi. Dagskrápakkinn sækir innblástur í allskyns þjóðsögur frá öllum fimm landssvæðum WAGGGS og blandar þeim skemmtilega saman í nokkrar sögur sem veitir okkur áhugaverð og fjölbreytt verkefni tengd þemanu.

Þankadagurinn 2022 - heimurinn okkar, jafna framtíðin okkar

Þessi pakki hefur ekki verið þýddur
Þema ársins 2022 er 'okkar heimur, okkar sameiginlega framtíð' og er byrjun á þriggja ára ferðalagi þar sem þemun næstu þrjú ár verða samofin þemanu og markmiðunu'

Þankadagurinn 2021

Þankadagurinn 2021 - Stöndum saman um frið

Þema dagskrápakkans er 'standa sterk, standa fyrir og standa saman' með það markmið að skátarnir geta staðið með öðrum skátum í heiminum við að kalla á og skapa frið, bæði í okkar nærumhverfi sem og öllum heiminum.

Þankadagurinn 2020 - lifandi þræðir

Dagskrápakkinn 2020 LIFANDI ÞRÆÐIR fagnar fjölbreytileikanum sem finnst í skátahreyfingunni. Í gegnum verkefnin sem kanna þemun 'fjölbreytni, réttsýni og inngilding' fá þátttakendur aukinn skilning á þessum hugtökum, og þróa með sér þann hæfileika að nýta þau í hversdagslífinu.


Skátasamband Reykjavíkur

Skátasamband Reykjavíkur

Skátasamband Reykjavíkur

Skátasamband Reykjavíkur er samtök átta skátafélaga í Reykjavík. Stjórn SSR er kosin á aðalfundi sem haldin er á vormánðuðum á hverju ári. Sjö aðilar skipa stjórn sem hefur umsjón málefna og rekstri SSR á milli aðalfunda.

 

Verkefni skátasambandsins

  • Vera samnefnari félaganna gagnvart borgarstjórn og öðrum aðilum
  • Vera í forsvari félaganna í sameiginlegum málum þeirra gagnvart stjórn Bandalag íslenskra skáta.
  • Sjá um sameiginleg skátamálefni,húsnæðismál,og fjármál, og fylgjast með fjárreiðum félaganna.
  • Styrkja og efla skátastarfið í borginni og koma þeim félögum, sem illa eru á vegi stödd, til hjálpar.
  • Skipta borgarlandinu í starfssvæði milli skátafélaga og annarra starfseininga skáta í Reykjavík
  • Stofna ný skátafélög í samvinnu við stjórn Bandalags íslenskra skáta.

Heimasíða

Á heimasíðu Skátasambands Reykjavíkur er að finna upplýsingar um starfsemi skáta í Reykjavík, viðburði á vegum skátasambandsis, lög og reglur, og fundargerðir.


Viðbragðsáætlun

Viðbragðsáætlun Æskulýðsvetvangsins tekur til allra þeirra sem starfa á vegum Æskulýðsvettvangsins og þeirra félagasamtaka sem mynda saman Æskulýðsvettvanginn, þ.e. Bandalag íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Ungmennafélag Íslands. Hún nær til aðildarfélaga þeirra samtaka sem mynda Æskulýðsvettvanginn, allra iðkenda í íþróttaog æskulýðsstarfi þeirra, stjórnenda, yfirmanna, starfsmanna, sjálfboðaliða og annarra ábyrgðaraðila innan félaganna. Til að einfalda umfjöllun í þessari viðbragðsáætlun er talað um börn og ungmenni og er þá átt við öll börn og ungmenni sem taka þátt í íþrótta- og/eða æskulýðsstarfi innan þeirra félagasamtaka sem mynda Æskulýðsvettvanginn. Í einhverjum tilfellum er talað um iðkendur og þátttakendur í félagsstarfi og er þá einnig átt við öll börn og ungmenni sem taka þátt í íþrótta- og/eða æskulýðsstarfi innan þeirra félagasamtaka sem mynda Æskulýðsvettvanginn. Í viðbragðsáætlun þessari er einnig talað um ábyrgðaraðila og er þá átt við alla starfsmenn og sjálfboðaliða sem eru 18 ára eða eldri og gegna ábyrgðarhlutverki innan félagasamtakanna, sama hvaða heiti þeir bera. Með yfirmanni er átt við næsta yfirmann ábyrgðaraðila.


Siðareglur

Samskipti, rekstur og ábyrgð

Mikilvægt er fyrir alla sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. Siðareglur þessar gilda fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða Æskulýðsvettvangsins. Þær snúa annars vegar að samskiptum og hins vegar að rekstri og ábyrgð.

Verklagsreglur um meðferð eineltismála

Hvert á ég að leita ef ég verð fyrir einelti eða annarri óæskilegri hegðun?
Það er mjög mikilvægt að öllum líði vel í leik og starfi og að sá grundvallarréttur, að fá að vera óáreittur, vera virtur. Því er mikilvægt að bregðast strax við málum sem koma upp í starfinu og leita allra leiða til þess að leysa úr þeim hratt og vel
Einelti er ekki liðið innan þeirra félaga sem saman mynda Æskulýðsvettvanginn

Verklagsreglur um meðferð kynferðisbrota

Hvert á ég að leita ef ég verð fyrir kynferðisroti?
Kynferðisbrot líðast ekki innan aðildarfélaga Æskulýðsvettvangsins. Allar tilkynningar um kynferðisbrot skal taka alvarlega og óheimilt er að afgreiða ætluð kynferðisbrot innan aðildarfélaga. Í því samhengi starfar fagráð sem tekur sérstaklega á kynferðisbrotum sem upp kunna að koma.


Verndum Þau

Það er mikilvægt fyrir alla þá sem starfa með börnum og unglingum að vera meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð, að geta lesið í vísbendingar um að vanræksla eða ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt, eigi sér stað og vita hvernig bregðast á við ef slík mál skjóta upp kollinum.

Æskulýðsvettvangurinn hefur frá árinu 2010 staðið fyrir námskeiðinu Verndum þau fyrir þau félagasamtök sem saman mynda vettvanginn, aðildarfélög þeirra og aðra áhugasama. Námskeiðið er byggt á efni samnefndrar bókar og fjallar um hvernig bregðast á við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og ungmennum.


Æskulýðsvettvangurinn

Æskulýðsvetvangurinn

Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ungmennafélags Íslands. Æskulýðsvettvangurinn hefur starfað frá árinu 2007 en formleg stofnun fór fram sumarið 2012.

Æskulýðsvettvangurinn vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi og stuðlar að heilbrigðum, uppbyggjandi, vönduðum og öruggum aðstæðum í slíku starfi. Tilgangur og markmið félagsins er að stuðla að samræðu og samstarfi aðildarfélaganna á sviði leiðtogaþjálfunar, fræðslu- og forvarnarmála, útbreiðslu og kynningar sem og á öðrum sviðum eftir því sem þurfa þykir. Tilgangi sínum og markmiðum hyggst félagið ná með því að standa fyrir námskeiðum, ráðstefnum og öðrum sameiginlegum verkefnum sem lúta að hagsmunum barna og ungmenna.

Æskulýðsvettvangurinn vinnur gegn einelti, kynferðisofbeldi og öðru ofbeldi og/eða óæskilegri hegðun gagnvart börnum og ungmennum. Með fræðslu og forvörnum auk annarra verkefna er stuðlað að vitundarvakningu í samfélaginu og auknu öryggi barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi.

Æskulýðsvettvangurinn telur mjög mikilvægt að öllum líði vel í leik og starfi innan Æskulýðsvettvangsins og að sá grundvallarréttur, að fá að vera óáreittur, sé virtur. Æskulýðsvettvangurinn leggur áherslu á að stuðla að jákvæðum samskiptum þar sem hver og einn er ábyrgur fyrir orðum sínum og gjörðum. Starfsfólk og sjálfboðaliðar eiga þannig að gæta vandvirkni og samvikusemi og koma fram af umhyggju, heiðarleika og virðingu gagnvart öllum þeim sem starfað er með og fyrir. Æskulýðsvettvangurinn leggur einnig ríka áherslu á að starfsfólk og sjálfboðaliðar séu fyrirmyndir þátttakenda og sýni góða hegðun og gott fordæmi, jafnt í starfi sem utan þess. Jafnframt telur Æskulýðsvettvangurinn mikilvægt að stuðlað sé að heilbrigðu, uppbyggjandi og vönduðu starfi með börnum og ungmennum

Heimasíða Æskulýðsvetvangsins

Á heimasíðu Æskulýðsvetvangsins er að finna upplýsingar um námskeið, verkfæri, eyðublöð og viðbragðsáætlanir. Þar er hægt að finna fræðsluefni um neteinelti í mismunandi birtingarmyndum, siðareglur, viðbragðsáætlun og upplýsingar um Verndum þau námskeið.


Viðbragðsáætlun

Viðbragðsáætlun fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf er landslæg áætlun vegna atvika og áfalla sem geta komið upp í félagsstarfi slíkrar starfsemi. Það eiga öll að geta gengið að því sem vísu að félagsstarf þeirra bjóði upp á öruggt umhverfi og að fólk fái að vera óáreitt í félagsstarfinu. Enn fremur eiga öll að geta gengið að því sem vísu að þegar atvik og áföll komi upp sé brugðist við á faglegan máta óháð því hvaða vettvangi sé starfað á. Skátarnir birtu sína fyrstu viðbragðsáætlun 2011, hún var uppfærð 2013 og aftur 2015, árið 2018 var hún svo tekin upp sem sameiginleg áætlun Æskulýðsvettvangsins. Sú áætlun lagði síðan grunn að þessari sameiginlegu áætlun íþrótta- og æskulýðsstarfs og var unnin í sameiningu af Bandagalgi íslenskra skáta, KFUM/KFUK, Landsbjörgu, Ungmennafélagi Íslands, Íþróttabandalagi Reykjavíkur og Íþrótta og ólympíusambandi Íslands. Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs stýrði vinnunni og veitir aðilum í slíkri starfsemi aðhald í að fylgja henni eftir.


Siðareglur

Samskipti, rekstur og ábyrgð

Mikilvægt er fyrir alla sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. Siðareglur þessar gilda fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða Æskulýðsvettvangsins. Þær snúa annars vegar að samskiptum og hins vegar að rekstri og ábyrgð.

Verklagsreglur um meðferð eineltismála

Hvert á ég að leita ef ég verð fyrir einelti eða annarri óæskilegri hegðun?
Það er mjög mikilvægt að öllum líði vel í leik og starfi og að sá grundvallarréttur, að fá að vera óáreittur, vera virtur. Því er mikilvægt að bregðast strax við málum sem koma upp í starfinu og leita allra leiða til þess að leysa úr þeim hratt og vel
Einelti er ekki liðið innan þeirra félaga sem saman mynda Æskulýðsvettvanginn

Verklagsreglur um meðferð kynferðisbrota

Hvert á ég að leita ef ég verð fyrir kynferðisroti?
Kynferðisbrot líðast ekki innan aðildarfélaga Æskulýðsvettvangsins. Allar tilkynningar um kynferðisbrot skal taka alvarlega og óheimilt er að afgreiða ætluð kynferðisbrot innan aðildarfélaga. Í því samhengi starfar fagráð sem tekur sérstaklega á kynferðisbrotum sem upp kunna að koma.


Verndum Þau

Það er mikilvægt fyrir alla þá sem starfa með börnum og unglingum að vera meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð, að geta lesið í vísbendingar um að vanræksla eða ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt, eigi sér stað og vita hvernig bregðast á við ef slík mál skjóta upp kollinum.

Æskulýðsvettvangurinn hefur frá árinu 2010 staðið fyrir námskeiðinu Verndum þau fyrir þau félagasamtök sem saman mynda vettvanginn, aðildarfélög þeirra og aðra áhugasama. Námskeiðið er byggt á efni samnefndrar bókar og fjallar um hvernig bregðast á við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og ungmennum.