Skátasamband Reykjavíkur

Skátasamband Reykjavíkur

Skátasamband Reykjavíkur er samtök átta skátafélaga í Reykjavík. Stjórn SSR er kosin á aðalfundi sem haldin er á vormánðuðum á hverju ári. Sjö aðilar skipa stjórn sem hefur umsjón málefna og rekstri SSR á milli aðalfunda.

 

Verkefni skátasambandsins

  • Vera samnefnari félaganna gagnvart borgarstjórn og öðrum aðilum
  • Vera í forsvari félaganna í sameiginlegum málum þeirra gagnvart stjórn Bandalag íslenskra skáta.
  • Sjá um sameiginleg skátamálefni,húsnæðismál,og fjármál, og fylgjast með fjárreiðum félaganna.
  • Styrkja og efla skátastarfið í borginni og koma þeim félögum, sem illa eru á vegi stödd, til hjálpar.
  • Skipta borgarlandinu í starfssvæði milli skátafélaga og annarra starfseininga skáta í Reykjavík
  • Stofna ný skátafélög í samvinnu við stjórn Bandalags íslenskra skáta.

Heimasíða

Á heimasíðu Skátasambands Reykjavíkur er að finna upplýsingar um starfsemi skáta í Reykjavík, viðburði á vegum skátasambandsis, lög og reglur, og fundargerðir.


Viðbragðsáætlun

Viðbragðsáætlun Æskulýðsvetvangsins tekur til allra þeirra sem starfa á vegum Æskulýðsvettvangsins og þeirra félagasamtaka sem mynda saman Æskulýðsvettvanginn, þ.e. Bandalag íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Ungmennafélag Íslands. Hún nær til aðildarfélaga þeirra samtaka sem mynda Æskulýðsvettvanginn, allra iðkenda í íþróttaog æskulýðsstarfi þeirra, stjórnenda, yfirmanna, starfsmanna, sjálfboðaliða og annarra ábyrgðaraðila innan félaganna. Til að einfalda umfjöllun í þessari viðbragðsáætlun er talað um börn og ungmenni og er þá átt við öll börn og ungmenni sem taka þátt í íþrótta- og/eða æskulýðsstarfi innan þeirra félagasamtaka sem mynda Æskulýðsvettvanginn. Í einhverjum tilfellum er talað um iðkendur og þátttakendur í félagsstarfi og er þá einnig átt við öll börn og ungmenni sem taka þátt í íþrótta- og/eða æskulýðsstarfi innan þeirra félagasamtaka sem mynda Æskulýðsvettvanginn. Í viðbragðsáætlun þessari er einnig talað um ábyrgðaraðila og er þá átt við alla starfsmenn og sjálfboðaliða sem eru 18 ára eða eldri og gegna ábyrgðarhlutverki innan félagasamtakanna, sama hvaða heiti þeir bera. Með yfirmanni er átt við næsta yfirmann ábyrgðaraðila.


Siðareglur

Samskipti, rekstur og ábyrgð

Mikilvægt er fyrir alla sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. Siðareglur þessar gilda fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða Æskulýðsvettvangsins. Þær snúa annars vegar að samskiptum og hins vegar að rekstri og ábyrgð.

Verklagsreglur um meðferð eineltismála

Hvert á ég að leita ef ég verð fyrir einelti eða annarri óæskilegri hegðun?
Það er mjög mikilvægt að öllum líði vel í leik og starfi og að sá grundvallarréttur, að fá að vera óáreittur, vera virtur. Því er mikilvægt að bregðast strax við málum sem koma upp í starfinu og leita allra leiða til þess að leysa úr þeim hratt og vel
Einelti er ekki liðið innan þeirra félaga sem saman mynda Æskulýðsvettvanginn

Verklagsreglur um meðferð kynferðisbrota

Hvert á ég að leita ef ég verð fyrir kynferðisroti?
Kynferðisbrot líðast ekki innan aðildarfélaga Æskulýðsvettvangsins. Allar tilkynningar um kynferðisbrot skal taka alvarlega og óheimilt er að afgreiða ætluð kynferðisbrot innan aðildarfélaga. Í því samhengi starfar fagráð sem tekur sérstaklega á kynferðisbrotum sem upp kunna að koma.


Verndum Þau

Það er mikilvægt fyrir alla þá sem starfa með börnum og unglingum að vera meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð, að geta lesið í vísbendingar um að vanræksla eða ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt, eigi sér stað og vita hvernig bregðast á við ef slík mál skjóta upp kollinum.

Æskulýðsvettvangurinn hefur frá árinu 2010 staðið fyrir námskeiðinu Verndum þau fyrir þau félagasamtök sem saman mynda vettvanginn, aðildarfélög þeirra og aðra áhugasama. Námskeiðið er byggt á efni samnefndrar bókar og fjallar um hvernig bregðast á við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og ungmennum.