fjölskylduskátar

fjölskylduskátar


ævintýri - náttúra - saman

Aldursbil: frá 3 ára

Starf: fjölskylduskátasveit.

Lýsing á starfi: mánaðarlega eða oftar.

Viðfangsefni: Leysa verkefni og njóta útivistar með fjölskyldunni. Kynnast útieldun, læra leiki og söngva. Reyna á skynfærin á öruggan hátt.

Vöxtur: Fá hvatningu foreldra til að taka frumvkæði í lausnarleit og náttúruupplifun.

Ferðir og viðburðir:
* Hátíð fjölskylduskáta
* Fjölskyldubúðir á Landsmóti
* Fjölskylduskátahelgar


  • Helsta markmið fjölskylduskátastarfs er að bjóða börnum upp á spennandi og þroskandi upplifun af skátastarfi, þar sem fjölskyldan er virk saman í náttúrunni.
  • Með því að stuðla að samverustundum í skipulögðu starfi fyrir börn ásamt ábyrgðaraðila, er unnið að því að styrkja sambandið milli barnsins og þess fullorðna sem stundar skátastarfið og þannig auka sjálfstæði barnanna í umhverfi þar sem þau upplifa sig örugg.


Hvatakerfi


Róverskátar

Róverskátar


Eldmóður - hugsjón - ástríða

Aldursbil: 19-25 ára

Starf: Þverfélagsleg sveit – skátavinasveitir – björgunarsveit

Lýsing á starfi: Skátinn fylgir sinni ástríðu í skátastarfi og hóp með sömu markmið.

Viðfangsefni: Finna rödd sína sem leiðtogar. Öðlast færni í beitingu lýðræðislegra leiða til úrbóta. Átta sig á áhugasviði sínu og hvar þau vilja hafa áhrif. Læra að þekkja styrkleika sína og veikleika, þekkja sín mörk í hópavinnu sem og styrk sinn sem leiðtogar.

Vöxtur: Beita þekkingu sinni og reynslu í að hafa áhrif á skátastarf og samfélag, innanlands sem utan. Hafa frumkvæði að úrbótum, viðburðum, fræðslu og dagskrárþáttum.

Ferðir og viðburðir:
*Róvernetið
*Aldursbilamót
*Landsmót
*IST tækifæri
*Moot
*Sveitarforingjanámskeið
*Gilwell


Leiðtogafærni

  • Þróa leiðtogafærni sína með því að taka að sér ábyrgðarstöður á vegum félagsins, SSR eða BÍS.
  • Starfa sjálfstætt, í róvernetinu, að eigin verkefnum eða í hópi sjálftæðrar róverskátasveitar.
  • Eru talsmenn skáta á ráðstefnum, kynningum og viðburðum í samfélaginu.

Skapandi hugur

  • Eru virk í umfangsmiklum verkefnum og æfa sig í að finna skapandi lausnir í flóknum aðstæðum.
  • Geta skilgreint upplýsingar á uppbyggilegan hátt. Geta fært rök fyrir afstöðu sinni.
  • Þróa sinn einstaka skapandi hátt til að tjá sig og læra að meta og styðja við sköpunargáfu annarra.

Heimurinn og umhverfið

  • Standa upp fyrir réttindum sínum og annarra hópa.
  • Finna tengsl sín við náttúruna og kann að njóta útivistar. Skilja gildi þess fyrir börn og ungmenni að stunda útiveru og útivist.

Tilveran mín

  • Eru virk í umfangsmiklum verkefnum og æfa sig í að finna skapandi lausnir í flóknum aðstæðum. Geta einnig stutt aðra og dreift þekkingu sinni og reynslu.
  • Geta rætt gildi sín á opinn hátt bæði innan og utan skátanna.


Hvatakerfi


rekkaskátar

rekkaskátar


frelsi - seigla - útsjónarsemi

Aldursbil: 16-18 ára

Starf: Flokkur – sveit – sveitarráð

Lýsing á starfi: Vinna að sjálfstæðum verkefnum ýmist sem einstaklingar eða með flokknum.

Viðfangsefni: Að setja sér langtímamarkmið og vinna markvisst að þeim. Taka fyrstu skrefin í viðburðastjórnun. Finna sína rödd í skátahreyfingunni og í samfélaginu og leita leiða til að leggja sitt af mörkum.

Vöxtur: Sérþekking, verkefna- og viðburðastjórnun, sjálfstæði í vinnubrögðum og útbúnaði, geta skipulagt skátastarf fyrir aðara. Hafa tileinkað sér heilbrigðan lífstíl.

Ferðir og viðburðir:
* Rekkanetið
* Aldursbilamót
* Landsmót
* Jamboree
* RekkaKraftur
* Aðstoðarsveitarforingja-námskeið


Leiðtogafærni

  • Hafa tækifæri og fá hvatningu til að stíga inn í leiðtogahlutverk sem hentar þeim.
  • Geta virkjað ólíka einstaklinga í hópum.
  • Hafa átt samskipti við önnur félög, tekið þátt í að skipuleggja viðburði fyrir skáta úr fleiri en einu félagi.

Skapandi hugur

  • Öðlast þekkingu og reynslu til að leysa bæði hagnýt og fræðileg viðfangsefni.
  • Hafa þroska til að hugsa á gagrýninn hátt, mynda sína eigin skoðun og bera virðingu fyrir öðrum.
  • Finna nýjar leiðir til að tjá sig og framkvæma verkefni.

Heimurinn og umhverfið

  • Ígrunda hvers vegna aðstæður fólks eru mismunandi eftir búsetu og menningu og hvaða leiðir eru til að leiðrétta þennan mismun.
  • Leita að nýrri náttúruupplifunum í sinni dagskrá.
  • Hafa frumkvæði að samfélagsverkefnum bæði fyrir einstaklinga og fyrir hópinn.

Tilveran mín

  • Skilja hvernig viðhorf þeirra geta haft afleiðingar í daglegu lífi og taka skýra afstöðu, vitandi að það þarf að virða val annarra.
  • Eru hvött til að taka afstöðu og ræða gildi sín og innan hópsins.
  • Læra að þekkja styrkleika sína og veikleika.


Hvatakerfi


dróttskátar

Dróttskátar


Sjálfstæði - færni - valdefling

Aldursbil: 13-15 ára

Starf: Flokkur – sveit – sveitarráð

Lýsing á starfi: Vinna sjálfstætt í flokkum undir eftirliti sveitarforingja.

Viðfangsefni: Aukið sjálfstraust til að hafa áhrif á verkefnaval flokksins út frá eigin áhugasviði. Átta sig á eigin mörkum og mörkum annarra. Tengja sjálf sig við samfélagið, sögu lands og þjóðar og aðstæðu minnihlutahópa sem búa í nærsamfélaginu.

Vöxtur: Standa með sjálfum sér. Eru sjálfstæð í vinnubrögðum, taka ábyrgð á sínu skátastarfi og passa upp á persónulegan útbúnað. Eru meðvituð um sín eigin gildi.

Ferðir og viðburðir:
* Dróttskátadagurinn
* Flokkamót
* Aldursbilamót
* Landsmót
* Jamboree
* Skátasumarið
* DróttKraftur


Leiðtogafærni

  • Verða örugg í að leiða verkefni. Stíga upp til að leiðbeina öðrum í flokknum.
  • Þekkja styrkleika og veikleika flokksins og geta nýtt sér það í flokkavinnu.
  • Axla ábyrgð á sjálfum sér. Skilja og virða mörk annarra.

Skapandi hugur

  • Læra að plana, gera og meta flóknari verkefni í flokknum sínum. Æfa sig í að finna nýjar lausnir.
  • Æfa sig í að spyrja spurninga og að sjá hlutina frá mismunandi sjónarhornum.
  • Geta tjáð sig á skapandi hátt á mismunandi vegu.

Heimurinn og umhverfið

  • Kynnast mismunandi aðstæðum fólks og skilja hvernig gjörðir þeirra sjálfra hafa áhrif á líf annarra í hnattrænu samfélagi.
  • Vernda náttúruna og kunna leiðir til þess.
  • Kynna sér starfsemi ungmennaráðs og taka þátt í viðburðum fyrir dróttskáta á þeirra vegum.

Tilveran mín

  • Eru hvött til að tjá og deila hugmyndum og gildum með öðrum.
  • Geta réttlætt skoðanir sínar og læra að virða gildi annarra.


Hvatakerfi


Fálkaskátar

fálkaskátar


kjarkur - hugmyndaflug - samvinna

Aldursbil: 10-12 ára

Starf: Flokkur – sveit – sveitarráð

Lýsing á starfi: Vikulegt starf í flokki, sveitarfundir reglulega

Viðfangsefni: Standa á eigin fótum og hafa mikil áhrif á verkefnaval flokks og sveitar. Læra að vinna í hóp og bera ábyrgð. Aukin vitund um eigin líkama og getu og að taka tillit til jafningja sinna. Læra að búa sig fyrir útivist, skyndihjáp og skapa ævintýri úti í náttúrunni.

Vöxtur: Hafa tekið ábyrgð á eigin verkefnum og eigin búnað. Fengið tækifæri til að leiða flokkinn. Hafa fundið sjálfstraust í útivist. Geta sagt frá uppplifun sinni og tjáð skoðanir sínar. Hafa rödd í dagskrárvali flokksins.

Ferðir og viðburðir:
* Fálkaskátadagurinn
* Flokkamót
* Aldursbilamót
* Landsmót
* Skátasumarið
* FálkaKraftur


Leiðtogafærni

  • Taka fyrstu skref í að stýra leikjum og verkefnum. Geta kennt öðrum það sem þau læra.
  • Skapa sína dagskrá að mestu leyti sjálf og starfa í flokk.
  • Læra að öll í flokknum þurfa að vera góðir vinir og að öllum eigi að líða vel í starfinu.

Skapandi hugur

  • Geta skipulagt sig og brugðist við, eftir aðstæðum.
  • Velta fyrir sér spurningum um hvað er satt og ósatt og æfa sig í að draga eigin ályktanir.
  • Þora að tjá sig og sýna svipbrigði sín fyrir öðrum.

Heimurinn og umhverfið

  • Kynnast mismunandi menningarheimum. Setja sig í spor þeirra sem lifa við aðrar aðstæður.
  • Læra að bera virðingu fyrir náttúrunni. Skilja að það geta leynst hættur í umhverfinu.
  • Taka þátt í undirbúningi og framkvæmd samfélagsverkefnis í nærumhverfi.

Tilveran mín

  • Velta fyrir sér sínum eigin skoðunum og gildum og geta sagt frá þeim. Hvað er mikilvægt fyrir mig?
  • Læra að setja sig í spor annarra.
  • Geta deilt þekkingu/sögu/færni með flokksfélögum.


Hvatakerfi


Drekaskátar

drekaskátar


glaðværð - ákefð - hjálpsemi

Aldursbil: 7-9 ára

Starf: Skátasveit og verkefnatengdir hópar

Lýsing á starfi: Vikulegir fundir í skátasveitinni þar sem unnið er í minni hópum.

Viðfangsefni: Taka þátt í starfi skátasveitar. Fara í lengri ferðir og taka fyrstu skrefin í að bjarga sér í náttúrunni. Átta sig á eigin þörfum og bregðast við þeim. Tjá skoðun sína.

Vöxtur: Hafa tekið fyrstu skrefin í hópi jafningja. Standa með sjálfum sér. Þekkja sveitina sína og taka tillit til hópsins.

Ferðir og viðburðir:
* Drekaskátadagurinn
* Drekaskátamót
* Landsmót
* Skátasumarið


Leiðtogafærni

  • Finna kjarkinn til að taka þátt og prófa nýja hluti án foreldra.
  • Taka þátt í að velja dagskráratriði og þemu starfsins með sveitinni.
  • Ræða hvað er að vera góður vinur. Læra góð samskipti þannig að öllum í sveitinni líði vel.

Skapandi hugur

  • Læra að bregðast við mismunandi skilaboðum líkamans eins og svengd, kulda og þreytu.
  • Æfa sig í að skilja félaga sína og að hlusta.
  • Uppgötva gleðina í því að tjá sig á skapandi hátt og fá að sýna eigin færni.

Heimurinn og umhverfið

  • Vinna verkefni tengd heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
  • Upplifa dagskrá úti í náttúrunni. Læra að klæða sig eftir veðri.
  • Hafa tekið þátt í samfélagsverkefni.

Tilveran mín

  • Velta fyrir sér hvað er rétt og rangt.
  • Geta tjáð sína skoðun og finna að það er tekið mark á henni.
  • Skilja að allir eru ólíkir og geta verið allskonar.


Hvatakerfi


Skátamót

Skátamót

Landsmót skáta

Landsmót skáta er vikulangt skátamót haldið á þriggja ára fresti, á Úlfljótsvatni og Hömrum til skiptis. Landsmót er fyrir öll skátafélög á landinu fyrir fálkaskáta og eldri. Á landsmót sækja einnig skátar og skátafélög allstaðar að úr heiminum, því mót sem þessi eru frábær tækifæri til að efla skátatengsl og vináttu.

Dagskrá landsmóts er ávallt fjölbreytt og skemmtileg, krefjandi og eftirminnileg. Á landsmóti muntu eignast nýja vini og læra nýja hluti.

Fjölskyldubúðir eru líka einn stór liður landsmóts en þar koma oft saman fjölskyldur skáta sem taka þátt í landsmóti og slá upp sinni eigin tjaldbúð. Í fjölskyldubúðum er líka ávallt skemmtileg og fjörug dagskrá sem hentar fjölskyldum með yngri börn.

Nánar um landsmót

Aldursbilamót

Aldursbilamót eru haldin á þriggja ára fresti að undanskildu Drekaskátamóti sem er haldið árlega.

Dagskrá og umgjörð taka mið af aldursbili skátanna á hverju móti fyrir sig.

Markmið aldursbilamóta er að skátarnir fái spennandi en jafnframt krefjandi tækifæri til að upplifa skátastarf og léttan inngang í því útilífi sem það býður upp á. Við viljum að mótin efli áhuga á skátastarfi og að það sé skemmtilegt að koma aftur á aldursbilamót.

Nánar um aldursbilamót

Skátasumarið

Skátasumarið er skátamót haldið af ÚSÚ á Úlfljótsvatni fyrir öll skátafélög á Íslandi og er ætlað dreka-, fálka-, drótt- og rekkaskátum.

Upphaflega var mótinu komið á þegar covid faraldurinn var enn í gangi og ekki hægt að halda jafn stór mót og t.d. landsmót. Nú hefur Skátasumarið fest sig í sessi og verður haldið á þriggja ára fresti.

Næsta mót verður haldið sumarið 2027


Ýmis félagamót

Vormót Hraunbúa

Árlega halda Hraunbúar Vormót um Hvítasunnuhelgi. Á heimasíðu Hraunbúa má nálgast nánari upplýsingar þegar líður að móti.


Aldursbilamót

Aldursbilamót

Aldursbilamót eru haldin á þriggja ára fresti að undanskildu drekaskátamóti sem er haldið árlega

Dagskrá og umgjörð taka mið af aldursbili skátanna á hverju móti fyrir sig.

Markmið aldursbilamóta er að skátarnir fái spennandi en jafnframt krefjandi tækifæri til að upplifa skátastarf og léttan inngang í því útilífi sem það býður upp á. Við viljum að mótin efli áhuga á skátastarfi og að það sé skemmtilegt að koma aftur á aldursbilamót.


Drekaskátamót

13.-16. júní

Drekaskátamót er yfirleitt haldið fyrstu helgina í júní ár hvert.

Næsta mót

Fálkaskátamót

13.-17. ágúst

Fálkaskátamót hefur verið haldið að sumri til, mismunandi á hvaða tíma.

Næsta mót

Dróttskátamót

2.-6. júlí

Dróttskátamót hefur verið haldið seint um sumar á mismunandi stöðum.

Næsta mót

Rekka- og Róverskátamót

 

14.-20. júlí

Rekka-og róverskátamót samanstendur af göngum sem sameinast svo í útilegu.

Næsta mót

Þú getur átt von á


Skátalögin og skátaheitið

Skátalögin og skátaheitið


„Ávallt viðbúin“

Ég lofa að gera það sem í mínu valdi stendur til þess:
að gera skyldu mína við
guð og ættjörðina/samvisku og samfélag,
að hjálpa öðrum og halda skátalögin


Hvað er skátastarf

Hvað er skátastarf?


Skátastarf er alþjóðleg æskulýðshreyfing sem...

Mótar framtíð ungmenna og virkjar þau sem samfélagsþegna

Skátastarf stuðlar að vexti og þroska ungmenna, bæði sem einstaklinga og sem samfélagsþegna, með verkefnum og frumkvæði að leiðarljósi. Í skátahreyfingunni fá ungmenni tækifæri til að öðlast sjálfstæði, hafa frumkvæði, vera lausnamiðuð og verða góðir leiðtogar sem eru ávalt reiðubúnir að veita aðstoð og stuðla að jákvæðum breytingum í samfélaginu.

Byggir upp vináttur, upplifanir og færni sem fylgir skátanum út lífið

Skátastarf er í stöðugri þróun til að geta áfram stuðlað að vexti, þroska og framförum ungmenna. Sérstaða skátahreyfingarinnar er að ungmenni fá tækifæri til að læra í gegnum skemmtileg, ögrandi og þroskandi verkefni, útivist og samveru. Í þessum verkefnum öðlast þau sterkara sjálfstraust og hugrekki. Í gegnum skátastarfið mynda þau líka vinskap sem oft endist út lífið.

Hver skáti getur farið þá leið sem hentar hverju sinni, því hæfni og geta einstaklinga getur verið mismunandi. Skátastarfið ætti þó að vera vettvangur fyrir skátann til að spreyta sig á nýjum og ögrandi verkefnum. Skátastarfið tekur einnig mið af aldri skátanna og starfa þeir í viðeigandi aldursbilum. Með því er hægt að skipuleggja starfið með tilliti til þroska og getu.

Býður upp á ævintýri og samveru í náttúrunni

Skátastarf fer að miklu leyti fram utandyra. Áhersla er lögð á ævintýralega og krefjandi dagskrá þar sem skátum gefst tækifæri á að spreyta sig á verkefnum á borð við að kveikja varðeld, syngja skátalög, gista í tjaldi, fara í fjallgöngur og ratleiki, læra skyndihjálp, súrra hengirúm og svo margt fleira! Það getur verið ævintýralegt að njóta skátastarfs úti í náttúrunni jafnvel þó veðrið sé ekki upp á marga fiska, því oftast er það samveran og verkefnið sem skiptir mestu máli.

Hér er hægt að nálgast bókina "Hvað er skátastarf?" á PDF formi.

Drekaskátar
7-9 ára

Fálkaskátar
10-12 ára

Dróttskátar
13-15 ára

Rekkaskátar
16-18 ára

Róverskátar
19-25 ára


Spurt og svarað

Í skátastarfi takast skátarnir á við verkefni og áskoranir sem hæfa bæði aldri og þroska þeirra. Þetta geta verið verkefni á borð við að læra kveikja eld, læra leiki og söngva, búa til hengirúm, poppa yfir opnum eldi, takast á við verkefni sem hópur, læra skyndihjálp, læra að búa sig fyrir útivist, tálga, sigla á kajökum og margt fleira því viðfangsefnin eru jafn fjölbreytt og hugurinn girnist.

Í gegnum öll þessi verkefni öðlast skátinn reynslu og þekkingu sem mun nýtast honum í gegnum lífið. Í skátastarfi á skátinn að geta axlað ábyrgð á og lokið þeim verkefnum sem hann tekur að sér, lifað lífinu af ánægju og öðlast hugrekki til þess að láta drauma sína rætast og nýta tækifærin sem skapast.

Þú skráir þig í skátastarf í þínu hverfi eða bæjarfélagi.

Hér er hægt að sjá á korti hvar skátafélögin eru ásamt tengiliðaupplýsingum.

Einnig má hafa samband við skátamiðstöðina í síma 550 9800 eða skatarnir@skatarnir.is til að finna skátafélag.

Yes scouting is for everyone and anyone is welcome to join!

You can find a scout group in your neighbourhood here or contact our office for more information in this phone number 550 9800 or send us an email skatarnir@skatarnir.is

Our office is open as says on the bottom of the page.

In our office we have staff that will gladly answer your questions and guide you in the right direction to start your scouting adventure in Iceland.

Það kostar ekkert að koma og prófa skátastarf, t.d. með því að mæta á nokkra skátafundi. Ef ætlunin er að halda áfram þarf að skrá sig í skátafélagið og greiða félagsgjald.

Félagsgjöld eru greidd til þess félags sem skátinn er skráður í. Það getur verið misjafnt milli skátafélaga hvað er innifalið í félagsgjaldinu. Hjá sumum er allt innifalið en hjá öðrum eru útilegur og skátaferðir ekki innifalið og þá er greitt fyrir það sérstaklega þegar við á. Skátafélögin veita nánari upplýsingar um félagsgjald sitt og hvað er innifalið í því.

Í öllum sveitarfélögum landsins má nýta frístundastyrk til að greiða félagsgjöldin. Það er þó ólíkt milli sveitarfélaga hvað frístundastyrkurinn er hár og fyrir hvaða aldur hann gildir. Hægt er að nálgast upplýsingar um styrkinn á vefsíðum sveitarfélaganna eða hjá viðkomandi bæjarskrifstofu. Skátafélögin geta einnig aðstoðað við upplýsingaöflun í þessum málum.

Kostnaður á þó ekki að vera fyrirstaða í skátastarfi og alltaf hægt að leita lausna í samstarfi við skátafélagið.

Nei! Eina skilyrðið til að vera með í skátunum er að vilja vera með!

Tungumálakunnáttu, líkamlegrar færni eða annarrar hæfni er ekki krafist.  Öll eiga að geta verið með í skátastarfi og er einmitt kosturinn við skátastarf hve auðvelt er að aðlaga það að hverjum þeim sem langar að taka þátt og taka þannig vel á móti fjölbreyttum einstaklingum með ólíkar þarfir.

BÍS leggur áherslu á að þau sem starfi sem sveitarforingjar í skátafélögum hafi farið á 12 tíma skyndihjálparnámskeið, Verndum þau námskeið og foringjanámskeið. Einnig þurfa öll fullorðin sem koma að skátastarfi að samþykkja að BÍS afli heimilda úr sakaskrá og skrifa undir sæmdarheit BÍS.

Almennt mætir skátinn sjálfur á skátafundi.

Foreldrum og aðstandendum barna í skátastarfi er boðið að leggja sitt af mörkum til að styðja við starfið í gegnum sjálfboðaliðastarf. Þátttaka foreldra, forsjáraðila eða annara aðstandenda í skátastarfinu getur til dæmis verið í formi þess að koma með og upplifa skátaferðir og skátaútilegur, hjálpa til á skátafundum, skipuleggja fjáraflanir, sinna viðhaldi í skátaheimilinu og margt fleira.

Þó er fjölskylduskátar undantekningin á þessu, þar sem fjölskyldan mætir saman á skátafundi í fjölskylduskátastarfi.

Skátahreyfingin er opin fyrir öll sem fylgja markmiðum hennar, Grunngildum og Skátaaðferðinni, óháð trú.

Skátastarf fer mikið fram utandyra og er nauðsynlegt að koma klædd eftir veðri í alla skátadagskrá hvort sem það er skátafundur, skátaútilega eða annar viðburður.

Þegar farið er í útilegur, mót eða aðra viðburði þurfa skátarnir oft að taka með sér svefnpoka og dýnu, bakpoka sem getur borið allt en einnig er gott að eiga minni bakpoka fyrir styttri göngur og/eða ferðir.

Oft er kostnaðarsamt að leggja út fyrir búnaði og þá getur verið gott að athuga hjá vinum eða ættingjum hvort einhver eigi til að lána eða gefa. Einnig getur verið sniðugt að kíkja í nytjamarkaði eða sölusíður á netinu til að athuga hvort hægt sé að kaupa notaðan búnað.

Skátaskyrtur og annan fatnað er hægt að kaupa í Skátabúðinni eða kaupa notað frá eldri skátum sem hafa mögulega stækkað upp úr sínum flíkum.

Hér er til dæmis facebook hópur tileinkaður sölu og skiptum á notuðum skátabúnaði.

  • Skátaheitið er loforð sem skátinn gefur sjálfum sér, eins konar persónuleg áskorun um að gera sitt besta. Þegar skátinn vinnur skátaheitið er hann að taka fyrsta meðvitaða skrefið á sjálfsnámsbrautinni til að verða sjálfstæður, virkur og ábyrgur samfélagsþegn.
  • Siðferðileg gildi skátahreyfingarinnar eru sett fram á skipulegan hátt í skátalögunum. Skátalögin eru þó miklu meira en bara skipulagskerfi hugmynda. Þau eru í raun hegðunarmynstur sem ungt fólk getur valið að fylgja og nota til að móta stefnu sína í lífinu. Til þess að vera sjálfum sér samkvæmur þarf hver einstaklingur að hugsa og haga sér í samræmi við eigin gildi.

Hér má sjá skátalögin, skátaheitið og bræðralagssöngin