Hleð Viðburðir

Drekaskátamót 2024

Drekaskátamót

Um viðburðinn:

Drekaskátamót 2024 verður haldið helgina 31. maí – 2. Júní 2024, en líkt og síðustu tvö ár verður mótið yfir heila helgi. Skátarnir gista því tvær nætur frá föstudegi fram á sunnudag.

Fyrir þátttakendur

Verð

Mótsgjald er 9.900 krónur fyrir þátttakendur. Staðfestingargjald er 10% af mótsgjaldi og fæst ekki endurgreitt ef þátttakandi hættir við skráningu eða aflýsa þarf mótinu af óviðráðanlegum ástæðum. Innifalið í mótsgjaldi er gisting á tjaldsvæðinu, öll dagskrá, mótseinkenni og kvöldmáltíðir föstudags og laugardags.

Athygli er vakin á að skátafélögin sjálf bæta oft sameiginlegum kostnaði ofan mótsgjaldið sem þau rukka beint til sín. Þá er yfirleitt verið að greiða fyrir t.d. ferðakostnaði á mótsvæðið, sameiginlegum mat, sameiginlegum sveitareinkennum eða auka búnaði sem félagið þarf það bæta við.

 

Skráning

Skráning á mótið fer fram inn á skraning.skatarnir.is, mikilvægt er að velja rétt skátafélag svo skátafélögin sjái skráningu sína skáta.
Vakin er athygli á því að stundum vilja sum félög halda sjálf utan um alla skráningu og rukkað fyrir bæði mótsgjald og sameiginlegan kostnaði hjá sér og því mikilvægt að fylgjast með hjá sínu skátafélagi hvernig þau vilja halda utan um skráningar.

Skráningu lýkur 8.maí. 

 

Dagskrá og undirbúningur

Dagskrá verður með svipuðu sniði og hefur tíðkast en nánari upplýsingar um ítarlega dagskrá munu berast til skátafélaganna í upplýsingabréfum mótstjórnar.

Hér er dagskráramminn sem dagskráin er skipulögð í kringum.

 

Fyrir skátafélögin

Verð fyrir foringja er 5.500 kr. Fyrir hverja tíu þátttakendur sem skrá sig fær skátafélagið einn frían foringja.

Skátafélögin eru beðin um að senda upplýsingar um fararstjóra og foringja á Skátamiðstöðina svo hægt sé að bæta þeim inn á skráningasíðunni sem fyrst svo fararstjórarnir geti fylgst með skráningum sinna skáta.

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við drekaskátamótstjórnina á netfanginu : drekaskatamotstjorn@skatarnir.is 

Upplýsingabréf mótstjórnar

  1. Upplýsingabréf mótstjórnar : Grunn upplýsingar og undirbúningur fyrir mótið
  2. Annað upplýsingabréf mótstjórnar : Almennar upplýsingar, skráningar, nýtt svæði á mótinu (kyrrðin)
  3. Dagskráramminn
  4. Þriðja upplýsingabréf mótstjórnar : Hagnýtar upplýsingar

 

Miðvikudaginn 15. maí kl. 18:00 verður fararstjórafundur á BÍS, Hraunbæ 123. Þar munum við fara yfir hagnýtar upplýsingar fyrir mótið og getum svarað spurningum sem þið hafið. Við hvetjum alla fararstjóra til að mæta! Boðið verður upp á fjarfund.

 

Fyrir sjálfboðaliða

Starfsfólk mætir fimmtudagskvöldið 30. maí og hjálpar til við undirbúning. Gisting er ókeypis og verður sameiginlegur kvöld- og hádegismatur fyrir starfsfólk á mótinu. Á fimmtudeginum 30. maí verður einnig staffafjör!!
Þau sem koma til með að aðstoða við tiltekt á sunnudeginum fá líka ÓKEYPIS kvöldmat (eða annað ef við klárum snemma). ✨🎇🎆.

Sjálfboðaliðar geta verið á rekkaskátaaldri eða eldri en öll sem eru yfir átján ára verða að skrifa undir sakavottorðsheimild hjá BÍS

Skráning fyrir sjálfboðaliða fer fram inn á skraning.skatarnir.is.

Til þess að aðstoða mótstjórn að manna dagskráliði þá biðjum við sjálfboðaliða að fylla út þetta eyðublað hér svo hægt sé að raða sjálfboðaliðum eftir þeirra áhugasviði: Starfsmannaskráning Drekaskátamóts 2024

ATH: Gisting verður í JB fyrir starfsfólk
PS. Gott er að merkja dagsetninguna hjá sér í dagatal.

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Byrjar:
31. maí @ 15:00
Endar:
2. júní @ 17:00
Kostnaður:
9900kr
Aldurshópar:
Drekaskátar

Skipuleggjandi

Bandalag íslenskra skáta
Sími:
550-9800
Netfang:
skatarnir@skatarnir.is
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni
Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni
Grafningsvegur efri, Selfoss 801 Iceland
+ Google Map
Sími:
482-2674
Vefsíða:
View Staðsetning Website