Go Global 2023
Opið er fyrir umsóknir á Go Global 2023
Hvað er Go Global ?
Go Global á sér stað yfir eina helgi þar sem markmiðið er að veita innblástur hjá ungum skátum og fræða þau um tækifærin í alþjóðlegu skátastarfi. Yfir helgina verða fjölmargir dagskráliðir sem fjalla meðal annars um WOSM og WAGGGS, að deila ólíkri reynslu, þekkingu og aðferðum með hvort öðru og mynda og efla vináttutengsl milli norrænu skátanna.
Hvar fer Go Global fram í ár?
Norrænu þjóðirnar skiptast á að halda viðburðinn og í ár verður hann í skátaskála í skóginum í Danmörku.
Fyrir hverja er Go Global?
Go Global er fyrir ungmenni á aldrinum 18-30 sem hafa áhuga á alþjóðlegahlutanum af skátastarfi. Ætlast er til þess að skátarnir hafi örlítla vitneskju um alþjóðlegu tækifærin hjá skátahreyfingunni. Hver þjóð má einungis senda átta þátttakendur.
Hvenær fer Go Global fram ?
Viðburðurinn verður frá 6.-8. október 2023. Þátttakendur hittast á lestarstöðinu í Kaupmannahöfn kl. 16 á föstudegi og koma tilbaka þangað kl. 12:00 á sunnudegi.
Kostnaður ?
Þátttökugjaldið er 185 evrur, innifalið í því er: ferðamátinn meðan á viðburðinum stendur, máltíðir á viðburðinum, dagskráin og gistingin.
Skráning
Skráning fer fram með því að fylla út þetta form. Skráningarfrestur er fyrir 16:00 7.september.