Hleð Viðburðir
  • Þessi event er liðinn

Útilífsnámskeið Klakks

Um viðburðinn:

Skíðasamband skáta og Klakkur standa fyrir útilífsnámskeiði í Eyjafyrði helgina 11.-13. mars næstkomandi.

Námskeiðið er ætlað dróttskátum og rekka/róverskátum.

Þátttakendur fræðast um ýmis atriði tengd vetrar útivist, svo sem klæðnað, búnað, mataræði, skyndihjálp, skíðabúnaði og margt fleira. Þátttakendur gista eina nótt inni, en seinni nóttina í tjaldi. Námskeiðið er að mestu leiti verklegt og fer fram að stórum hluta úti.

Kynningafundur fyrir þátttakendur verður mánudaginn 28. febrúar klukkan 20:00 í Hyrnu (Boðið verður upp á streymi). Þá fá þátttakendur útbúnaðarlista og nánari upplýsingar um tilhögun námskeiðisins.

Skráning fer fram á Sportabler : https://www.sportabler.com/shop/klakkur
Þátttökukostnaður er 7000 kr. sem greiðast á kynningafundinum eða við upphaf námskeiðis.
Nánari upplýsingar á tumisnaer@gmail.com

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Byrjar:
11/03/2022 @ 18:00
Endar:
13/03/2022 @ 15:00
Kostnaður:
7000kr.
Aldurshópar:
Dróttskátar, Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar

Staðsetning

Eyjafjörður
Akureyri, Iceland