Hleð Viðburðir

Skyndihjálparnámskeið – dagur 2

Um viðburðinn:

Skyndihjálparnámskeið í umsjón hinnar þaulreyndu Laufeyjar Elísabetar Gissurardóttur sem hefur kennt skyndihjálp í þrjá áratugi, námskeiðið er yfir tvo daga og samanstendur af 12 kennslustundum um ólík atriði í skyndihjálp. Í lok námskeiðs fá þau sem ljúka því skyndihjálparskírteini sem nálgast má rafrænt á vef rauða krossins. Þau sem hafa áður sótt námskeiðið og sækjast eingöngu eftir upprifjun mæta aðeins fyrri daginn og fá þannig skyndihjálparskírteini sín endurnýjuð.

Stjórnendum útilífsskóla sumarið 2024 er skylt að hafa gild skyndihjálparréttindi og er námskeiðið haldið sérstaklega í undirbúningi fyrir útilífsskóla skátafélaganna. Námskeiðið er opið öllum en stjórnendur útilífsskóla fá forgang í skráningu ef námskeiðið fyllist.

Námskeiðið verður haldið í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123, dagana 25. og 26. maí klukkan 10:00-15:00.

Á meðan námskeiði stendur er hægt að fá kaffi, te og vatn en þátttakendur eru hvött til að taka með sér nesti. Einnig er bent á matsölustaði í nálægð við Skátamiðstöðina.

Námskeiðið kostar 17.900 krónur fyrir allt námskeiðið en verð fyrir upprifjun er 10.900 krónur.

SKRÁNING

Skráning er opin á Sportabler en henni lýkur á miðnætti mánudaginn 20. maí.

Skráning er sett á 0 krónur þar sem mörg félög greiða fyrir sína þátttakendur og hvetjum við félög að nýta fræðslustyrk sinn hjá BÍS.

Þau sem borga sjálf eru beðin um að haka líka við ‘borga sjálf’ valmöguleikann og áskilur Skátamiðstöðin sér rétt á að setja skáta í greiðsluferli sem skrá sig á 0 krónum en félög hyggjast ekki greiða fyrir.

SKILMÁLAR

Með því að skrá þig á skyndihjálparnámskeið samþykkir þú eftirfarandi skilmála

 1. Þátttakendur sem skrá sig á 0 krónur skuldbinda sig til að greiða fullt gjald ef í ljós kemur að félag hyggst ekki greiða fyrir þau.
 2. Staðfestingargjaldið er 10% af námskeiðsgjaldi og er það óafturkræft.
 3. Þátttakendur eru ekki sérstaklega slysatryggðir, ábyrgðartryggðir eða vátryggðir að öðru leyti af Bandalag íslenskra skáta (BÍS) í skátastarfi, bent er á að þessar tryggingar eru oft hluti af heimilis- og fjölskyldutryggingum og öðrum almannatryggingum forráðafólks.
 4. Meðferð persónugreinanlegra upplýsinga sem skráðar eru vegna þátttöku er í samræmi við samþykkta persónuverndarstefnu BÍS sem finna má hér.
 5. Bandalag íslenskra skáta áskilur sér rétt til að halda eftir hluta af gjaldi þátttakandi greiðir sem hér segir:
  Ef hætt er við þátttöku 1 mánuði fyrir viðburð er staðfestingargjaldi haldið eftir.
  Ef skátinn hættir við þátttöku 3 vikum fyrir viðburð, er 50% af gjaldi haldið eftir.
  Ef skátinn hættir við þátttöku 14 dögum fyrir viðburð, er 75% af gjaldi haldið eftir.
  Ef skátinn hættir við þátttöku þegar skemmra er til viðburðar en sem nemur 14 dögum verður endurgreiðsla engin.
 6. BÍS eða umsjónaraðili á þess vegum getur þurft að aflýsa viðburðum og mótum vegna gildra og óviðráðanlegra aðstæðna s.s. vegna náttúruhamfara, hryðjuverka, stríðs, heimsfaraldra o.fl. Við þessar aðstæður áskilur BÍS sér rétt til þess að endurgreiða ekki mótsgjaldið, þótt ávallt sé leitast eftir að hámarka endurgreiðslu til þátttakenda.​

Auk ofangreindra skilmála gilda almennir skilmálar BÍS, sem má lesa hér.

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
26. maí
Tími
10:00 - 16:00
Kostnaður:
17900kr
Aldurshópar:
Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar

Skipuleggjandi

Bandalag íslenskra skáta
Sími:
550-9800
Netfang:
skatarnir@skatarnir.is
Vefsíða:
View Skipuleggjandi Website

Staðsetning

Skátamiðstöðin
Hraunbær 123
Reykjavík, Reykjavík 110 Iceland
+ Google Map
Sími:
5509800
Vefsíða:
View Staðsetning Website