Hleð Viðburðir

Kveikja – foringjar

Um viðburðinn:

Kveikja er viðburður sem stjórn BÍS ákvað að halda í upphafi starfsársins 2022-2023.

Tilgangur viðburðarins er að vera hvatning fyrir sjálfboðaliða félaganna, kveikja hjá þeim neista fyrir komandi starfsári. Verður það gert með því að bjóða upp á hnitmiðaða fræðslu um stuðningsefni og viðburði sem stendur félögunum til boða hjá BÍS ásamt umræðuhópum um ýmis málefni sem koma að góðum notum í þeirra hlutverkum.

Kveikja verður haldin dagana 17. og 18. ágúst n.k. í Hinu Húsinu við Rafstöðvarveg og verður dagskráin klukkan 18-21.

Fyrra kvöldið beinir sjónum sínum að sjálfboðaliðum sem starfa í stjórnum skátafélaganna. Markmið þess kvölds er að hjálpa stjórnarmeðlimum að undirbúa sig fyrir komandi starfsár og veita þeim gagnleg tól til að stilla saman strengi allra sjálfboðaliða skátafélagsins þeirra.

Seinna kvöldið beinir sjónum sínum að sjálfboðaliðum sem sinna foringjastörfum innan skátafélaganna. Markmið seinna kvöldsins er að foringjar verði meðvitaðir um hvaða stuðningsefni er í boði, viti hvert þau eigi að leita fyrir ólík viðfangsefni ásamt því að veita þeim hvatningu fyrir komandi starfsári. Að auki verður reynt að veita þeim gagnleg tól við skipulagningu og utanumhald skátasveitar og búa til tengslanet við starfandi foringja í öðrum félögum.

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Dagsetning:
18. ágúst
Tími
18:00 - 21:00
Aldurshópar:
Rekkaskátar, Róverskátar, Eldri skátar

Skipuleggjandi

Bandalag íslenskra skáta
Sími:
550-9800
Netfang:
skatar@skatar.is
Vefsíða:
skatarnir.is

Staðsetning

Hitt Húsið
Rafstöðvarvegur 9
Reykjavík, 110 Iceland
+ Google Map
Vefsíða:
https://hitthusid.is