- Viðburðir
- Dróttskátar
Ungmennaþing 2024
Skátaheimili Eilífsbúa Borgartún 2, Sauðárkrókur, IcelandUngmennaþing verður haldið þann 2. - 4. febrúar á Akranesi í skátaheimili Skátafélagsins Akraness, Háholt 24. Ungmennaþingið hefst með setningu kl. 21:30 á föstudegi og lýkur með slitum kl. 13:00 á sunnudegi. Skráning er opin á skraning.skatarnir.is og verðið er […]
Útilífsnámskeið 2024
Eyjafjörður Akureyri, IcelandSkíðasamband skáta stendur fyrir útilífsnámskeiði í Eyjafirði helgina 9.-11. febrúar 2024. Námskeiðið er ætlað dróttskátum og rekka/róverskátum. Þátttakendur fræðast um ýmis atriði tengd vetrar útivist, svo sem klæðnað, búnað, mataræði, skyndihjálp, skíðabúnaði og margt fleira. Námskeiðið er að mestu leyti […]
Vetraráskorun CREAN
Verkefnið er samstarfsverkefni BÍS og Scouting Ireland. Crean vetraráskorun hefur verið haldin síðustu þrettán ár og stendur yfir á sjö mánaða tímabili og lýkur í viku löngum leiðangri um Hellisheiði. Verkefnið hefur verið vel sótt og frá Írlandi koma allt […]
Þankadagurinn
Þankadagurinn eða World Thinking Day er dagur alþjóðlegrar vináttu þar sem skátar út um allan heim hugsa hlýtt til annarra skáta og senda þakklæti út í heiminn. Haldið hefur verið upp á Þankadaginn á hverju ári síðan 1926. Hugmyndin varð […]
Námskeið um inngildingu og fjölmenningu
Skátamiðstöðin Hraunbær 123, Reykjavík, Reykjavík, Iceland Skráning til 14. mars
Á námskeiðinu er meðal annars fjallað um fjölmenningarleg samfélög, almennt sem og í íslensku samhengi. Fjallað er um nokkur mikilvæg hugtök, viðhorf og umræðuhefð sem og mismunandi birtingarmyndir fordóma, kynþáttaníðs og mismununar í íþrótta- og æskulýðsstarfi.
Aðalfundur Úlfljótsvatns
Skátamiðstöðin Hraunbær 123, Reykjavík, Reykjavík, IcelandKæru skátar, Aðalfundur Útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni (ÚSÚ) verður haldinn þriðjudaginn, 2. apríl 2024 kl. 20:00 í sal Skátamiðstöðvarinnar, Hraunbæ 123. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Léttar veitingar verða í boði.
Lagabreytingatillögu kvöld
Á netinuMiðvikudaginn 3. april kl. 20:00 ætlar stjórn BÍS að bjóða skátum á Íslandi til að hittast á fjarfundi og fara yfir þær lagabreytingatillögur sem á að leggja til kosninga á Skátaþingi 2024. Hægt er að skoða yfirlit yfir lagabreytingatillögurnar á […]
Skátaþing 2024
Sólheimar Sólheimar, Selfoss, IcelandSkráningafrestur til 29. mars kl 19:00
Skátaþing 2024 fer fram helgina 5.-7. apríl á Sólheimum í Grímsnesi og á Úlfljótsvatni og er skátafélag Sólheima gestgjafi þingsins.
Þingið hefst með stetningu klukkan 19:00 föstudaginn 5. apríl á Sólheimum og lýkur kl. 13:00 sunnudaginn 7. apríl á Úlfljótsvatni. Aðstaðan á Sólheimum opnar kl. 18:00 á föstudag og frá þeim tíma er hægt að fá þinggögn afhent.
Sumardagurinn fyrsti
Sumardagurinn fyrsti 2024 er haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 25. apríl um land allt og hafa skátar skipulagt og standa að glæsilegum og stórskemmtilegum hátíðarhöldum fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Hér má sjá yfirlit yfir viðburði víðsvegar um landið.
Vormót Hraunbúa 2024
Hamranes við HvaleyrarvatnSkráningafrestur til 17.maí
Vormót Hraunbúa 2024 verður haldið Hvítasunnuhelgina 17.- 20. maí. Skráningin fer fram á Abler síðu Hraunbúa : https://www.sportabler.com/shop/hraunbuar