Útkall eftir þýðendum á skátaefni úr íslensku yfir á pólsku

Skátarnir óska eftir þýðendum á kynningar- og stuðningsefni skátastarfs úr íslensku yfir á pólsku.

Óskað er eftir tilboðum í þýðingar á bæklingnum Hvað er skátastarf? úr íslensku yfir á pólsku. Efnið sem á að þýða er aðgengilegt hér. 

Það er kostur ef þýðendur hafa reynslu eða þekkingu á skátastarfi þar sem það getur komið sér vel í þýðingarvinnunni. Tilboð berist í tölvupósti á thorhildur@skatarnir.is með fyrirsögninni ‘Þýðing á skátaefni’.

Það er á áætlun að þýða meira stuðnings- og kynningarefni Skátanna yfir á ensku, pólsku, og fleiri tungumál. Þetta er í samræmi við stefnu Skátanna til ársins 2025 að fyrir lok árs 2025 hafi efni um skátastarf verið gefið út á tungumálum helstu innflytjendahópa á Íslandi. Ef þú tekur að þér þýðingar úr íslensku yfir á tungumál á borð við litáísku, rúmensku, spænsku, arabísku, úkraínsku eða annað tungumál þá máttu endilega líka hafa samband við thorhildur@skatarnir.is og við höfum þig í huga þegar kemur að fleiri þýðingum á skátaefni.