Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni leitar að leiðtoga

Útilífsmiðstöðin á Úlfljótsvatni leitar eftir kraftmiklum einstaklingi í starf leiðtoga á Úlfljótsvatni sem hefur það hlutverk að leiða hópa starfsfólks og sjálfboðaliða ásamt því að efla upplifun allra gesta staðarins.

Útilífsmiðstöðin á Úlfljótsvatni tekur á móti skólahópum, rekur sumarbúðir ásamt því að halda skátamót og reka tjaldsvæði. Útilífsmiðstöðin er rekin í anda skátahreyfingarinnar og hefur það markmið að efla útvist allra þeirra sem sækja staðinn heim með fjölbreyttri dagskrá, fallegu svæði og miklum möguleikum í útivistarafþreyingu.

Útilífsmiðstöðin er útivistarmiðstöð skáta á Íslandi en er útivistarsvæði fyrir öll til að heimsækja.

 

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leiða hóp starfsfólks og sjálfboðaliða í daglegum verkefnum
  • Taka við og senda út umsóknir fyrir sjálfboðaliða
  • Skipuleggja þjálfun starfsfólks og sjálfboðaliða
  • Vera tengiliður fyrir svæðið
  • Bera ábyrgð á daglegum verkefnum útilífsmiðstöðvarinnar
  • Vera í samskiptum við viðskiptavini útilífsmiðstöðvarinnar
  • Taka þátt í skipulagningu og framkvæmd dagskrár
  • Taka á móti verktökum, skipuleggja og framkvæma viðhaldsverkefni í samstarfi við framkvæmdastjóra
  • Hafa áhrif á fjárhagsáætlanir útilífsmiðstöðvarinnar í samstarfi við framkvæmdarstjóra og fjármálastjóra
  • Vera almennt jákvæður og gestrisinn einstaklingur.

 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla af skátastarfi mikill kostur
  • Reynsla af því að vinna með sjálfboðaliðum
  • Hæfni til þess að leiða saman ólíka hópa
  • Hæfni til þess að vinna með börnum og ungmennum
  • Hæfni til þess að framkvæma viðhaldsverkefni
  • Afburða skipulags og samskiptahæfni
  • Hreint sakarvottorð

 

Fríðindi í starfi
  • Gefandi og hvetjandi starfsumhverfi
  • Útivist
  • Matur
  • Ökutækjastyrkur

 

Umsóknarfrestur er til og með 17. maí 2024.

Sæktu um hér.