Úlfljótsvatn leitar að Sumarbúðarstjóra 

Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni leitar að hressum og jákvæðum einstaklingi til þess að sjá um rekstur á sumarbúðum Úlfljótsvatns 2023.

Sumarbúðirnar á Úlfljótsvatni er ein vika í senn í sex vikur sem dreifist yfir sumarið,  þrjár vikur í júní, ein vika í júlí og tvær vikur í ágúst. Sumarbúðarstjórinn ber ábyrgð á skipulagningu og daglegum rekstri yfir vikuna ásamt endurmati.
Hægt er að lesa nánari lýsingu á starfinu ásamt starfskröfum hér að neðan.

Starfið er 100% staða
Starfið byrjar 1.6.2023
Starfið endar 31.08.2023

Umsóknarfrestir er til 28.02.2023

Sendið umsóknina á netfangið ulfljotsvatn@skatarnir.is ásamt þessum fylgigögnum :

 • Ferilskrá
 • Kynningabréf
 • Meðmæli (valfrjálst)

 

Starfslýsing

Helstu verkefni (sérhæfð)

 • Ber ábyrgð á skipulagningu  sumarbúðannaáður en fyrsta vikan hefst
 • Skipuleggja og búa til áætlun fyrir starfsmenn í samstarfi við dagskrástjóra Úlfljótsvatns
 • Dagleg samskipti við forráðamenn þátttakenda sumarbúðanna á meðan þeim stendur
 • Að tryggja þess að grunngildi skátanna komi fram í dagskránni þar sem sjálfsnám eða reynslunám skín í gegn
 • Að tryggja endurmat eftir hverja viku og passa að bæta þá hluti sem upp koma
 • Að tryggja lokaendurmat í lok sumarbúðanna
 • Samræmir starf starfsmanna sumarbúðanna daglega

Helstu verkefni (almenn)

 • Vera fyrirmynd fyrir aðra starfsmenn, sjálfboðaliða og gesti, með skátagildin, stefnu skátanna og Úlfljótsvatns að leiðarljósi
 • Aðstoða við almennan rekstur skátamiðstöðvarinnar þar sem þarf
 • Stuðla að heilbrigðu vinnuumhverfi þar sem öll eru velkomin, eru metin mikils virði og fá tækifæri til að þroskast

Færni og hæfni

 • Geta unnið í fjölmenningarlegu teymi og stuðlað að hvatningu og áhuga
 • Mikil skipulagshæfni
 • Að geta skipulagt, undirbúið, deilt verkefnum og unnið að daglegri starfsemi
 • Framúrskarandi samskiptahæfileikar
 • Hæfni til að leiða hóp starfsmanna og sjálfboðaliða
 • Sköpunarkraftur og ímyndunarafl
 • Hæfni til að halda ró sinni í erfiðum aðstæðum

Kunnátta og reynsla

 • Reynsla úr skátastarfi
 • Reynsla af æskulýðsstarfi
 • Reynsla af uppeldis/fræðslustörfum
 • Kunnátta í skyndihjálp

Nauðsynleg skilyrði

 • Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku
 • Áhugi tilað læra nýja hluti
 • Gilt ökuskírteini, B-flokkur
 • Hreint sakavottorð