Úlfljótsvatn leitar að Starfsmanni sumarbúða skáta á Úlfljótsvatni

Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni leitar að foringja til að starfa í Sumarbúðum skáta sumarið 2024.

Starfslýsing

Helstu verkefni

 • Vera fyrirmynd fyrir aðra starfsmenn, sjálfboðaliða og gesti, með skátagildin, stefnu skátanna og Úlfljótsvatns að leiðarljósi.
 • Aðstoða við almennan rekstur sumarbúða.
 • Stuðla að heilbrigðu vinnuumhverfi þar sem öll eru velkomin, eru metin mikils virði og fá tækifæri til að þroskast.
 • Aðstoða við að stýra dagskrá.
 • Vera börnunum innan handar og passa uppá velferð þeirra og líðan.

Færni og hæfni

 • Geta unnið í fjölmenningarlegu teymi og stuðlað að hvatningu og áhuga.
 • Að geta skipulagt, undirbúið, deilt verkefnum og unnið að daglegri starfsemi.
 • Framúrskarandi samskiptahæfileikar.
 • Sköpunarkraftur og ímyndunarafl.
 • Hæfni til að halda ró sinni í erfiðum aðstæðum.

Kunnátta og reynsla

 • Reynsla úr skátastarfi.
 • Reynsla af æskulýðsstarfi.
 • Reynsla af uppeldis/fræðslustörfum.
 • Kunnátta í skyndihjálp.

Nauðsynleg skilyrði

 • Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku.
 • Áhugi til að læra nýja hluti.
 • Hreint sakavottorð.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf 3. júní og unnið til 17. ágúst. Um hlutastarf er að ræða eða á meðan Sumarbúðir skáta standa yfir.

Sumarbúðir eru 10.-14. júní, 18.-22. júní, 24.-28. júní, 5.-9. ágúst, 12.-16. ágúst.
Þjálfunin fer fram vikuna 3.-7. júní

Við tökum á móti umsóknum þar til við finnum réttan aðila til starfsins
Sendið umsóknina á netfangið ulfljotsvatn@skatarnir.is ásamt þessum fylgigögnum:

 • Ferilskrá
 • Kynningabréf
 • Meðmæli (valfrjálst)