Þankadagurinn 2023

Þankadagurinn eða World Thinking Day er dagur alþjóðlegrar vináttu þar sem skátar út um allan heim hugsa hlýtt til annarra skáta og senda þakklæti út í heiminn.

 

Haldið hefur verið upp á Þankadaginn á hverju ári síðan 1926. Hugmyndin varð fyrst til þegar kvenskátar (Girl Guides og Girl Scouts) hittust í Bandaríkjunum á fjórðu heimsráðstefnu WAGGGS sama ár. Þær voru sammála um að það ætti að vera sérstakur dagur á hverju ári, tileinkaður öllum þeim sem eru hluti af skátunum til að hugsa hvert til annars og senda þakklæti út í heiminn.

Dagurinn er haldinn 22. febrúar en sá dagur var valinn vegna þess að það er afmælisdagur bæði Lord Baden-Powell, stofnanda skátahreyfingarinnar og Olave Baden-Powell, sem var World Chief Guide.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla skáta á Íslandi til þess að fagna deginum og geta skátaforingjar nýtt sér verkefni úr dagskrápökkum frá WAGGGS sem eru tileinkaðir þankadeginum. Sumir dagskrápakkar hafa verið þýddir á íslensku af vinnuhópum tileinkuðum þankadeginum.

 

Dagskrápakkinn í ár

Í ár var gefinn út dagskrápakki sem heitir okkar veröld, okkar friðsæla framtíð : umhverfið og friður.

Í dagskrápakkanum munum við fylgja sögunni um Miku sem er ung stelpa að reyna að koma á friði og jafnvægi í hennar umhverfi. Dagskrápakkinn sækir innblástur í allskyns þjóðsögur frá þeim fimm landssvæðum sem WAGGGS tilheyrir og býður upp á fjölbreytt verkefni samhliða sögunum.

Síða um þankadaginn er hægt að finna hér ásamt dagskrápökkum síðustu ára.


Útkall í vinnuhóp Þankadags

Þankadagurinn 2023

Þankadagurinn eða World Thinking Day er dagur alþjóðlegrar vináttu þar sem skátar út um allan heim hugsa hlýtt til annarra skáta og senda þakklæti út í heiminn. Haldið hefur verið upp á Þankadaginn á hverju ári síðan 1926. Hugmyndin varð fyrst til þegar kvenskátar (Girl Guides og Girl Scouts) hittust í Bandaríkjunum á fjórðu heimsráðstefnu WAGGGS sama ár. Þær voru sammála um að það ætti að vera sérstakur dagur á hverju ári, tileinkaður öllum þeim sem eru hluti af skátunum til að hugsa hvert til annars og senda þakklæti út í heiminn. Dagurinn er haldinn 22. febrúar en sá dagur var valinn vegna þess að það er afmælisdagur bæði Lord Baden-Powell, stofnanda skátahreyfingarinnar og Olave Baden-Powell, sem var World Chief Guide.

Á hverju ári gefur WAGGGS út dagskrárpakka í tilefni dagsins og hægt er að sjá dagskrápakka fyrri ára á heimasíðunni okkar, sumir af dagskrápökkunum hafa verið þýddir yfir á íslensku.

Okkur langar að sjálfsögðu að halda vel upp á þankadaginn og því leytum við að vinnuhóp sem getur aðstoðað okkur í því.

Skyldur og ábyrgð

Vinnuhópurinn kynnir sér dagskrárpakka WAGGGS fyrir þankadaginn 2019 og 2022. Hópurinn velur þann sem þeim lýst betur á og hefst handa við að þýða hann, annast umbrot með stuðningi Skátamiðstöðvar. Ef hópurinn hefur tíma og orku að því verki loknu verður skoðað hvort annar pakki verði tekinn fyrir líka. Á vorönn 2023 undirbýr vinnuhópurinn með stuðningi Skátamiðstöðvar námskeiðskvöld fyrir foringja þar sem þau geta prófað þankadagsdagskrá á eigin skinni í von um að það auki líkur á að dagskráin sé nýtt úti í skátasveitunum. Hópurinn mun einnig móta tillögur að leiðum til að halda upp á þankadaginn. Hópurinn er ávallt í góðu samskiptum og samstarfi við alþjóðaráð og Skátamiðstöð.

Hæfni

Góð ensku og íslenskukunnátta er nauðsynleg, áhugi á alþjóðastarfi er kostur, reynsla af foringjastarfi með fálkaskátum eða eldri er kostur. Kunnátta í miðlun er kostur.

Einstaklingar í vinnuhópnum þurfa að vera samvisku- og vinnusöm en hópurinn deilir verkefnum mjög jafnt sín á milli.

Aðbúnaður, þjálfun og stuðningur

Vinnuhópurinn hefur aðgang að Skátamiðstöðinni eins og þörf er á. Hópurinn fær aðgang og afar dýrmæta kennslu í forriti til að sinna umbroti. Starfsmaður alþjóðaráðs og kynningarmálastýra eru þeim innan handar, lesa yfir frá vinnuhópnum og sjá um að kynna vinnu hópsins gagnvart íslenskum skátum ásamt því að miðla því efni sem vinnuhópurinn vill senda frá sér.

Sérstakar áskoranir

Hópurinn þarf að vinna skipulega svo að hópurinn geti starfað á skilvirkan máta. Þau þurfa að lesa talsvert mikinn texta til að sinna verkefninu. Hópurinn mun mikið vinna með flókin hugtök sem jafnvel getur verið erfitt að þýða og þarf því í upphafi að greina þau hugtök og koma sér upp samræmdri þýðingu á þeim.

Markmið / mælikvarðar

  1. Að upplýsingar um þankadaginn séu aðgengilegar íslenskum skátum, skátaforingjum og skátafélögum í upphafi vorannar 2023 þ.e. í janúar.
  2. Að minnst 3 skátasveitir á hverju aldursbili dreka-, fálka og dróttskáta nýti sér dagskrá til að halda Þankadaginn hátíðlegan.
  3. Að stuðla áfram að þeirri hefð að þankadeginum sé fagnað innan skátasveita.
  4. Að stuðla að hátíðlegri menningu innan íslensku skátahreyfingarinnar í kringum þankadaginn sem er nær þátttakendum í skátastarfi.

Umbun

Sjálfboðaliðum gefst tækifæri til að afla sér dýrmætri reynslu í umbroti sem getur komið að góðu gagni á lífsleiðinni og að kynnast þankadeginum eins og honum er fagnað innan WAGGGS. Vinnuhópurinn fær einkennisfatnað frá BÍS og er boðið að vera með í félagslegum viðburðum starfsárið 2022-2023 fyrir sjálfboðaliða á stigi BÍS.

Umsóknarfrestur er til 16.oktober

Click or drag files to this area to upload. You can upload up to 4 files.