Útilífsnámskeið 2023

Skíðasamband skáta stendur fyrir útilífsnámskeiði í Eyjafirði helgina 10.-12. febrúar 2023.

Námskeiðið er ætlað dróttskátum og rekka/róverskátum.

Þátttakendur fræðast um ýmis atriði tengd vetrar útivist, svo sem klæðnað, búnað, mataræði, skyndihjálp, skíðabúnaði og margt fleira. Þátttakendur gista eina nótt inni, en seinni nóttina í tjaldi. Námskeiðið er að mestu leyti verklegt og fer fram að stórum hluta úti.

Kynningarfundur fyrir þátttakendur verður mánudaginn 30. janúar klukkan 20:00 í Hyrnu (Boðið verður upp á streymi). Þá fá þátttakendur útbúnaðarlista og nánari upplýsingar um tilhögun námskeiðisins.

Skráningu lýkur 3. febrúar og fer hún fram inn á Sportabler aðgangi Klakks, hér. Þátttökukostnaður er 8000 kr.  og innifalið í gjaldi er gisting, matur og námskeiðisgögn. Ferðakostnaður félaga utan Akureyris á námskeiðið verður niðurgreiddur af BÍS.

Rúta fer frá Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123, á föstudegi og til baka á sunnudegi. Verð fyrir rútu er 4.500 kr á mann.

Ath. Mikilvægt er að taka fram að þátttakendur undir lögaldri verða að vera með ábyrgðaraðila/foringja með sér. 

Nánari upplýsingar á tumisnaer@gmail.com eða jokkna@gmail.com 

 


Óskum eftir umsjónaraðila CREAN

Útilífsráð auglýsir eftir umsjónaraðila fyrir Vetraráskorun CREAN

Vetraráskorunin er samstarfsverkefni BÍS og Scouting Ireland þar sem skátar frá Írlandi koma til Íslands í febrúar og takk þátt í tveggja daga göngu í íslenskri náttúru og vetrarveðri. Árið 2023 mun áskorunin fara fram dagana 11. – 18. febrúar.
Verkefni felst í því að fá til leiks íslenska þátttakendur, halda utanum hópinn og undirbúa þau undir fyrir Vetraráskorun CREAN.

Umsóknarfrestur er til 15.september.

Click or drag files to this area to upload. You can upload up to 4 files.