Vormót Hraunbúa 2024

Vormót Hraunbúa 2024 verður haldið Hvítasunnuhelgina 17.- 20. maí á Hamranesi. Svæðið opnar kl. 17 á föstudegi.

Skráning og verð

Skráning er opin á skráningarsíðu Hraunbúa og kostar 12.000 kr. ef skráð er fyrir 26.apríl, en 15.000 kr. ef skráð er milli 26. april og 15. maí.

 

Dagskrá

Heitt kakó með rjóma öll kvöld !

Hafragrautur á morgnanna !

Pylsypartý á laugardagskvöld !

Kvöldvaka !

Göngur !

Tækifæri til að vinna sér inn stiku- og/eða hæðamerki !

Þau sem koma með hjól geta tekið þátt í hjólaferð í sund !

Kanó á Hvaleyrarvatni !

Víkingar með dagskrá !

Laugardagur:

Dagskrábilin eru á milli kl. 10 - 12 og kl. 14 - 17.  Um kvöldið verður pylsupartý og næturleikur ásamt heitu kakói með rjóma.

Sunnudagur:

Dagskrábilin eru á milli kl. 10 - 12 og kl. 14 - 17. Um kvöldið verður kvöldvaka og heitt kakó með rjóma.

Mánudagur:

Félagaleikar um morguninn og mótsslit eru klukkan 12.

 

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við Hraunbúa, hraunbuar@hraunbuar.is


Landsmót 2024

Landsmót skáta snýr aftur

Eftir nokkur ár er loksins komið að því að við sameinumst aftur á skátamóti, hittum vini og fjölskyldu og eignumst nýja skátavini á Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni vikuna 12.-19. júlí 2024. Hægt er að sjá frekari upplýsingar á heimasíðu Landsmóts Skáta. 

Þema mótsins : Ólíkir heimar

Fyrir langa löngu varð tímamóta uppgötvun í vísindum sem að leiddi í ljós nýjar veraldir allt í kringum okkur. Þessir heimar búa yfir mismunandi eiginleikum sem endurspeglast í fólkinu, Skátar hvers heims hafa því sína styrkleika og búa yfir ákveðni hæfni sem tengist sérkennum þeirra heima: Bergheimur, Jurtaheimur, Vatnaheimur, Eldheimur, Tækniheimur. Fyrir nánari upplýsingar um þemað er hægt að kíkja á skátamóts síðuna hér.

Skráning og verð

83.000 kr kostar fyrir þátttakendur á Landsmót og fer skráningin fram á skraning.skatarnir.is. Skráning opnar 15.október 2023 og lýkur 15. febrúar 2024.

 

Fjölskyldubúðir

Í boði verður fjölskyldubúðir þar sem fjölskyldur geta tjaldað og tekið að hluta til í dagskrá mótsins auk dagskrá fjölskyldubúða. Nánar um fjölskyldubúðir kemur í haust.

 

Fyrir sjálfboðaliða

Til að Landsmót skáta 2024 geti gengið smurt fyrir sig þurfum við sjálfboðaliða (IST) til að aðstoða okkur við hin ýmsu verk á meðan á mótinu stendur. Sjálfboðaliðar gegna mikilvægu hlutverki þar sem þau hjálpa til við að vinna þau verk sem þarf að gera til að skapa ógleymanlegt skátamót fyrir öll, auk þess sem þetta er skemmtilegt tækifæri til að kynnast fleiri skátum og njóta sumarsins á Úlfljótsvatni. Verkefnin eru fjölbreytt og skemmtileg en það þarf til dæmis aðstoð við dagskrá, uppsetningu, kynningarmál og fleira!

Smellið hér til að skrá ykkur sem sjálfboðaliða á Landsmóti 2024

 


Umsókn í fararhóp Agora 2023

Hvað er Agora?

Agora er viðburður sem er skipulagður af rekka- og róverskátum fyrir rekka- og róverskáta. Bandalag íslenskra skáta fær 4 sæti fyrir rekka- og róverskáta á viðburðinn.

Hvar og hvenær:

Í ár verður viðburðurinn haldinn í skátamiðstöðinni Fátima í Portúgal 12.-16. april 2023.

Markmið:

Á Agora 2023 munu þátttakendur :

  • Öðlast verkfæri sem aðstoða þá við að deila hugmyndum á skipulagðan hátt, geta hannað og skipulagt verkefni tengd sjálfbærni sem gætu svo verið innleidd í skátafélögum eða skátabandalagi.
  • Læra um mismunandi menningu og dagskráramma hjá rekka- og róverskátum í Evrópu, á meðan þeir deila sinni reynslu með öðrum þátttakendum.
  • Gera sér grein fyrir þeim áhrifum sem þeir hafa, sem ungt fólk, á mismunandi þætti samfélagsins hvort sem það er í gegnum skátastarf eða samfélagið. Geta gefið dæmi úr eigin reynsluheimi.
  • Taka þátt í verkefnum sem tengjast valdeflingu ungmenna.

Þema viðburðarins:

Árin 2023 og 2024 verður þema Agora tengt Erasmus+ og earth tribe project , sem er verkefni sem evrópudeild WOSM er að koma í framkvæmd með áherslu á sjálfbærni. Hægt er að lesa meira um það verkefni hér.

Hverjir geta sótt um:

Bandalag íslenskra skáta fær 4 sæti á Agora 2023. Rekka- og róverskátar skráðir í Bandalag íslenskra skáta geta sótt um að vera þátttakandi frá Íslandi með því að fylla út umsóknareyðublaðið hér að neðan. Þátttakendur þurfa að geta tjáð sig um rekka- og róverskátastarf á Íslandi og vera virkir, áhugasamir og tilbúnir í að læra nýjar og mismunandi aðferðir sem nota má í skátastarfi. Mikill kostur er að þátttakendur hafi áhuga á umhverfinu og sjálfbærni. Tungumálið sem notað er á viðburðinum er enska og er því mikilvægt að þátttakendur geti tjáð sig og skilið umræður á ensku.

Verð:

Þátttökugjaldið á Agora 2023 er 100 evrur. Þátttakendur þurfa að greiða flug og ferðakostnað sjálfir en hægt er að sækja um ferðastyrk upp að 200 evrum.

 

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Agora. Endilega hafið samband við Alþjóðaráð 

Umsóknarfrestur er til og með 6. mars 2023 og er hægt að sækja um með því að fylla út umsóknareyðublaðið hér að neðan.

Umsækjandi

Viðburður:

Click or drag files to this area to upload. You can upload up to 4 files.
Gögn sem gagnast gætu við ákvörðun umsóknar.
Vinsamlegast hakið við allt sem á við

Skilmálar:


Hraunbúamót

Vormót Hraunbúa 2023

Vormót Hraunbúa 2023 verður haldið með þemanu Víkingar og mun Víkingafélagið Rimmigýgur aðstoða með dagskrá og veita þátttakendum mikla innsýn í nútíma víkingastarf. Boðið verður upp á lengri dagskrá fyrir þau sem vilja, svo sem hjólaferðir og gönguferðir. Einnig verður í boði að fara í sund í Ásvallalaug sem er í næsta nágrenni.

 

Hvenær

Mótið verður haldið um Hvítasunnuhelgina 26.-29. maí. 

Hvar

Mótið verður haldið á sama stað og síðast, á flugmódelvelli Þyts við Hvaleyravatn.

Verð

Mótsgjald fyrir þátttakendur er 14.000 kr.

Skráning

Skráningin fer fram inn á sportabler skráningarsíðu Hraunbúa : https://www.sportabler.com/shop/hraunbuar

 

Svæðið opnar kl. 18 og verður mótið sett seinna um kvöldið. Dagskrá lýkur með slitum á mánudagsmorgni

Sérstök dagskrá er í boði fyrir rekkaskáta og eldri og fjölskyldum stendur til boða að mæta með ferðavagna/tjöld og taka þátt í gleðinni fyrir hóflegt gjald sem verður rukkað á staðnum.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um mótið með því að hafa samband við skipuleggjendur mótsins hér:  vormot@hraunbuar.is

 


Skátasumarið 2023

Hvað er skátasumarið?

Skátasumarið er skátamót haldið á Úlfljótsvatni fyrir öll skátafélög á Íslandi og er ætlað dreka-, fálka-, drótt- og rekkaskátum. Sjóræningjaþema verður ríkjandi á mótinu í ár þar sem þátttakendur munu kynnast öðrum sjóræningjum og vinna saman við að finna hin dulda fjarsjóð Úlfljótsvatns sem ógurlegt sæskrímsli verndar.

Hvenær:

Mótið er haldið á Úlfljótsvatn dagana 12.-16. júlí 2023.

Verð:

Mótsgjaldið er 43.000 kr. fyrir þátttakendur og innfalið í gjaldinu er öll dagskrá, matur og utanumhald á mótinu sjálfu.

Skráning:

Skráning opnar 1. mars og fer fram inn á skraning.skatarnir.is, Skráningu lýkur 20.maí.  

Fyrir fjölskyldur

Fjölskyldubúðir skátasumarsins verða á sínum stað dagana 12.-16. júlí og er í boði að koma yfir allt mótið en sérstakur dagskrárpassi verður til sölu í hluta af dagsskrá mótsins frá föstudegi til sunnudags.

Innifalið í dagsskrápassanum er fjársjóðsleit, skátabingó, vatnadagsskrá, hlutar af opinni dagsskrá, kvöldvaka og kvöldmatur á laugardegi. Verið hjartanlega velkomin á Úlfljótsvatn að upplifa skátasumarið með okkur.

Hægt er að kaupa dagsskrápassa og tjaldsvæðapassa fyrir fjölskyldubúðirnar í Strýtunni við komu á Úlfljótsvatn. Opið verður alla dagana milli kl 10:00-12:00 og 19:00- 21:00 en þess á milli verður hægt að hringja í starfsmann sem kemur innan skamms. Á föstudegi verður viðvera í Strýtunni milli kl 17:00-21:00.

Dagsskrárpassi:
Fullorðnir - 3000kr. helgin
Börn undir 18 ára - 2000 kr. helgin

Tjaldsvæði:
Fullorðnir - 825 kr. nóttin
Ungmenni (13-17 ára) - 350kr. nóttin
Börn undir 12 ára - ókeypis

Ekki er ætlast til að bókað er fyrirfram í fjölskyldubúðir þar sem að sérstök svæði hafa verið tekin frá fyrir fjölskyldubúðirnar.

Fyrir skátafélög/skátaforingja

Hvert félag fær að taka einn frían foringja á hverja 10 þátttakendur en gjald fyrir auka foringja, umfram það, er 31.000 kr. á hverja 10 þátttakendur er einn frír foringi.

Einnig verður gerð undantekning fyrir þau félög sem vilja koma degi fyrr eða fara degi seinna vegna vegalengdar að kostnaðarlausu.

Hér er tímalína með helstu dagsetningum fram að mótinu:

1. mars – Skráning þátttakanda opnar
30. apríl – Endanleg dagskrá tilbúin og send út
1. maí – Skráning sjálfboðaliða opnar
20. maí – Skráning þátttakanda lokar

Við bendum ykkur á að það er alltaf hægt að senda póst á okkur á netfangið skatasumarid@skatarnir.is þar sem við svörum tölvupóstum á hverjum föstudegi, en einnig má hafa samband við Skátamiðstöðina á skatarnir@skatarnir.is

Fyrir starfsfólk

Starfsfólk mun sinna fjölbreyttum þátttum kringum dagskrá, matarúthlutun og tjaldbúð. Mikil áhersla verður lögð á að keyra starfsfólk ekki alveg út og munum við halda sameiginlegan fund með öllu starfsfólki, til að fara yfir mótið, áður en mótið byrjar. Það verður í boði að óska eftir ákveðnum dagsskráliðum eða starfsstöðvum þegar nær dregur en ekki er hægt að lofa því að hægt verði að koma til móts við allar óskir. Gert er ráð fyrir að starfsfólk mæti degi fyrir mót (11. Júlí) til að aðstoða við uppsetningu og einnig að vera lengur eftir mótslit til að keyra smá dagsskrá og niðurtekt á sunnudeginum. Starfsfólk gistir í JB skála og er í fullu fæði hjá mótinu. Síðan verður boðið uppá þakkar kvöldverð og samveru stund starfsfólks eftir mót sem verður auglýst nánar þegar nær dregur.

Starfsmannaskráning hefst 1. maí og lýkur 14. júní - skraning.skatarnir.is

Upplýsingabréf mótstjórnar:

Fyrsta upplýsingabréf

Annað upplýsingabréf - dagskrá mótsins

Skoðaðu dagskrárammann hér.


Upplýsingafundur fyrir Landsmót Rekka & Róverskáta 2022

Upplýsingafundur um Landsmót Rekka og Róverskáta 2022 verður haldinn mánudaginn 20. júní kl. 18 í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123.
Fundurinn er fyrir rekkaskáta, róverskáta, fararstjóra, stjórn skátafélaga og forráðafólk.

Fulltrúar mótstjórnar mun kynna umgjörð mótsins, fara ítarlega í gönguna, matarhugmyndir, útbúnað, svo verður líka farið yfir tjaldbúðarhlutann og dagskrána þar ásamt því að svara öllum þeim spurningum sem þið kunnið að hafa eftir bestu getu.

Að sjálfsögðu verður hægt að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað en við hvetjum þau sem geta að mæta í persónu. Hægt er að smella hér til að tengjast fjarfundi.

 

Náttúrulega logo

Landsmót dróttskáta

Landsmót dróttskáta verður fimm daga flokkamót í tjaldbúð í útilífs- og umhverfismiðstöð skáta á Akureyri. Mótið verður haldið dagana 3.-7. ágúst. Þema mótsins er : Nýtt upphaf !

Skátaflokkarnir munu reyna að endurreisa samfélagið sem er í molum í kjölfar heimsfaraldurs. Flokkarnir vinna sér inn gjaldeyri með þátttöku í dagskrá, gjaldeyrinn þurfa flokkarnir til að leysa út mat og aðra nauðsynjavöru. Mótið byggir á því að skátar myndi flokka (4-6 skátar). Flokkarnir starfi sem sjálfstæð eining á mótinu. Fjórir flokkar mynda þorp, sem deilir samkomutjaldi og eldunaraðstöðu. Nánari upplýsingar um skráningu flokka koma í fyrsta fréttabréfi mótsstjórnar.

Mótsgjaldið til BÍS verður 37.000 krónur fyrir þátttakendur og 16.000 krónur fyrir foringja. Staðfestingargjald er 10% af mótsgjaldi og fæst ekki endurgreitt ef þátttakandi hættir við skráningu eða aflýsa þarf mótinu af óviðráðanlegum ástæðum. Fyrir hverja 10 þátttakendur fær félagið 1 skátaforingja frían á mótið. Innifalið í mótsgjaldi er gisting, öll dagskrá, einkenni, eldunaraðstaða og matur á meðan mótinu stendur. Athygli er vakin á að félögin bæta sameiginlegum kostnaði ofan á en þar er gjarnan innheimt fyrir sameiginlegum ferðakostnaði, ef það er sameiginlegur matur hjá félaginu og öðru.

Skráning á mótið er opin í Sportabler en hana má finna á hlekkinum skraning.skatarnir.is, skráning lokar 4. júlí.

 

Upplýsingabréf mótstjórnar:

Fyrsta upplýsingabréf mótstjórnar

Annað upplýsingabréf mótsjórnar : skráning í flokka + útbúnaðarlisti

Síðasta upplýsingabréf foringja og fararstjóra

Sjálfboðaliðar og foringjar

Upplýsingabréf fyrir sjálfboðaliða og foringja

Eyðublað fyrir flokkaskiptingu

Ferðadagskrá

Mótsbókin

Mótsbók - Landsmót Dróttskáta

Dróttskátamót 2022
Mótsmerki dróttskátamóts 2022