Skátaþing 2020 – Fundarboð

Stjórn Bandalags íslenskra skáta hefur sent fundarboð og boðað til Skátaþings 2020.

Fundarboðið er svohljóðandi:

Með bréfi þessu boðar stjórn Bandalags íslenskra skáta til Skátaþings 2020.

Þingið verður haldið þann 31. október 2020 í félagsheimili Fáks, Vatnsveituvegi í Víðidal.  Fulltrúar með atkvæðisrétt geta tekið þátt í gegnum fjarfundabúnað og gildir sami skráningarfrestur á þingið.  Streymt verður frá þinginu á vefsíðu skátanna.  Þingsetning er klukkan 9:00 og húsið opnar 8:30.

Sérstök athygli er vakin á því að aftur er hægt að skila inn framboðum, beiðnum um upptöku mála og lagabreytingum en þessi frestur færist með breyttri dagsetningu líkt og 17. og 18. grein laga BÍS kveða á um.

Afhending þinggagna fer fram á fundarstað, þangað til eru þau aðgengileg á vefsvæði skátaþings sem má finna á slóðinni: https://skatarnir.is/skatathing.

Dagskrá þingsins er skv. 20. grein laga BÍS en einnig er rétt að vekja sérstaka athygli á greinum 16 – 19 í lögum BÍS sem fjalla um Skátaþing.

Við undirbúning þingsins verður lögð áhersla á að virkja alla þátttakendur. Til þess að þetta megi takast sem best er nauðsynlegt að skráning þátttakenda berist tímanlega. Allir starfandi skátar hafa rétt til að sitja Skátaþing með málfrelsi og tillögurétti. Skátafélög eru hvött til þess að vekja athygli sinna skáta á þinginu.

Þátttökugjald er 2.500 kr. og innifalin eru þinggögn og léttar veitingar á meðan á þingi stendur.  Ekkert þátttökugjald er fyrir fulltrúa sem taka þátt í gegnum fjarfundabúnað.

Skráning þingfulltrúa er hafin á: https://sportabler.com/shop/skatarnir og skulu þingfulltrúar hafa skráð sig eigi síðar en laugardaginn 24. október 2020. Rétt er að ítreka að ALLIR skátar sem hyggjast taka þátt í þinginu skrái þátttöku sína.

Rétt er að minna á að lokafrestur til að skila stjórn BÍS tillögum til breytinga á lögum BÍS er 4 vikum fyrir þing, þ.e. 3. október og lokafrestur til að skila beiðnum til stjórnar BÍS um upptöku mála á Skátaþingi er 3 vikum fyrir þing, þ.e. 10. október.

Eftirtalin hlutverk eru laus til kjörs:

Stjórn:
Skátahöfðingi
Gjaldkeri
5 meðstjórnendur
Fastaráð:
3 sæti í alþjóðaráði
3 sæti í starfsráði
3 sæti í stjórn Skátaskólans
3 sæti í ungmennaráði
Önnur hlutverk:
5 sæti í uppstillinganefnd
3 félagslegir skoðunarmenn reikninga
Löggiltur endurskoðandi

Uppstillinganefnd lagði fram lista með frambjóðendum í öll ofangreind embætti fyrir Skátaþing sem átti að vera í apríl í samræmi við lög BÍS. Sjálfkjörið hefði verið í öll embætti og í vor gaf félagsforingjafundur heimild til að þeir hópar hæfu störf sem óformlegir vinnuhópar fram að Skátaþingi.

Engu að síður er framboðsfrestur til klukkan 12:00 laugardaginn 10. október. Þau sem eru áhugasöm um einhver þessara embætta skulu senda tilkynningu um framboð sitt á netfangið uppstilling@skatar.is.

Uppstillinganefnd skipa:
Andri Týr Kristleifsson            andri@kopar.is                        860-1923
Berglind Lilja Björnsdóttir       berglind@skatar.is                  659-1366
Birgir Þór Ómarsson               biggiomars@gmail.com          895-7551
Helga Rós Einarsdóttir            helgaros@gmail.com              659-4949
Sigurður Viktor Úlfarsson        siggiulfars@gmail.com            854-0074

Skátafélög með aðild A og B skulu skila kjörbréfum fyrir setningu Skátaþings en það skal gert rafrænt á slóðinni: https://skatarnir.is/kjorbref.

Vert er að nefna að þau sem skiluðu framboðum og tillögum fyrir þingið í vor þurfa ekki að gera það aftur.

Reykjavík, 11. september 2020.

F.h. stjórnar BÍS,
Guðmundur S.
Fjármála- og verkefnastjóri BÍS