Skátamiðstöðin lokuð vegna Skátaþings

Skátamiðstöðin verður lokuð fimmtudaginn 23. mars, föstudaginn 24. mars, mánudaginn 27. mars og þriðjudaginn 28. mars sökum vinnu starfsmanna skátamiðstöðvarinnar að Skátaþingi sem fer fram helgina 24.-26. mars.

Þau sem þurfa að ná af starfsfólki geta það á vinnutíma fimmtudaginn, föstudaginn og mánudaginn með að senda viðkomandi starfsmanni tölvupóst en póstföng má finna hér. Þriðjudaginn 28. mars verður allt starfsfólk í fríi frá vinnu.

Öll almenn og minna áríðandi erindi má senda á á póstfangið okkar skatarnir@skatarnir.is og verður þeim svarað 29. mars.