Hugmyndasamkeppni um nafn á stefnu BÍS

Stjórn BÍS óskar eftir hugmyndum að nafni á stefnu BÍS til næstu fimm ára. Færni til framtíðar er höfundarréttarvarið og getum við því ekki notað það.

Hefur þú kynnt þér nýju stefnuna á skatarnir.is/stefna ?
Gerðu það endilega og taktu einnig þátt í smá verðlaunaleik. Sendu þína tillögu um heiti á stefnunni á netfangið skatar@skatar.is
Stefnan verður lögð fram á Skátaþingi til samþykktar, og við kjósum einnig um besta heitið.