Daði Már Gunnarsson
Framboð : Alþjóðaráð
Ferill þinn í skátastarfi?
Byrjaði í Árbúum árið 2007 og hef starfað með þeim alla tíð síðan.
Starfaði sem sveitarforingi í nokkur ár.
Ég var í dagskrárráði í eitt kjörtímabil.
2017 fór ég á Agora í Hollandi.
Var í leiðbeinendasveitinni.
Fór á Gilwell í Slóveníu 2022 og lauk því vor 2023.
Sit í stjórn Árbúa og var félagsforingi þeirra í eitt ár.
Sat seinasta kjörtímabil í Alþjóðaráði og vill gera slíkt aftur 🙂
Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?
Skemmtilegast var líklegast þegar ég fór í félagsútilegu hjá skátunum í Kranj, slóveníu og tók þátt í fánaleik sem entist alla nóttina.
grenjandi rigning og myrkur skógur gerði þetta að ævintýri sem seint mun gleymast.
Hví gefur þú kost á þér í Alþjóðaráð?
Ég var og er í alþjóðaráði, finnst það svo yndislegt starf að sinna að ég myndi gjarnan vilja fá að halda áfram. Ég byrjaði í alþjóðaskátun árið 2011 og hef ekki séð eftir því einn einasta dag. tengslanetið mitt um heiminn er þétt og er það ekkert annað en nytsamlegt sérstaklega þegar kemur að störfum mínum í Alþjóðaráði.
Það sem ég er búinn að sitja í alþjóðaráði síðastliðin 2 ár, er fínt að styðjast við fyrsta lögmál Newtons, af því eg er kominn af stað, þá er erfitt að hætta í alþjóðastarfi 🙂