Vinnuhópur um innleiðingu Safe From Harm í íslenskt skátastarf

Vinnuhópur um innleiðingu Safe From Harm í íslenskt skátastarf

Árið 2021 var samþykkt að aðildarfélög WOSM skili inn skýrslu um verklagsreglur, verkferla, viðbragðsáætlun og önnur efni er kemur að verndun og gæslu barna og sjálfboðaliða í skátastarfi, svo kölluðu Safe From Harm, á tveggja ára fresti til WOSM. Skátahreyfingin á Íslandi þarf að innleiða þessar verkreglur og aðlaga til að tryggja öruggt umhverfi í íslensku skátastarfi. Vinnuhópurinn mun byggja ofan á þá góðu vinnu sem hefur verið unnin í þessum málum og kynna hugmyndir sínar í vor.

Vinnuhópurinn starfar frá janúar að lok maí.

Skyldur og ábyrgð

Að vinna með fjölbreyttum hópi sjálfboðaliða sem fer yfir Safe From Harm (SFH) reglugerðina frá WOSM og ber hana saman við þær verklagsreglur, reglugerðir, vinnuferla og viðbragðsáætlanir sem skátahreyfingin hefur sett sér. Að kynna niðurstöður og ábendingar vinnuhópsins fyrir stjórn BÍS, skátafélögunum og skátum á Skátaþingi. Vinna að tillögum og aðgerðaráætlun um þær leiðir og tækifæri sem skátahreyfingin getur tekið til þess að innleiða SFH að íslensku skátastarfi.

Hæfni

  • Vera tengd/t/ur skátahreyfingunni, sem fyrrverandi skáti, virkur skáti, sjálfboðaliði, skátaforingi, stjórnarmeðlimur eða í baklandi.
  • Brenna fyrir uppbyggingu skátastarfs á Íslandi.
  • Áhugi á að betrumbæta vernd og gæslu bæði barna og sjálfboðaliða í skátastarfi og æskulýðsgeiranum.
  • Reiðubúin að sitja fundi, leggjast í smá rannsóknarvinnu utan funda og vinna efni áfram til að skila góðum tillögum til BÍS sem þau geta unnið áfram með.
  • Hafa reynslu, þekkingu, kunnáttu eða menntun á eftirfarandi sviðum:
    • Öryggi, forvarnir og vernd barna og ungmenna.
    • Öryggi, forvarnir og vernd fullorðinna sjálfboðaliða.
    • Reynslu/þekkingu með ráðningu, endurnýjun og val á sjálfboðaliðum og þjálfun fullorðinna sjálfboðaliða í skátunum.
    • Reynslu/þekkingu við tillkynningu, viðbrögðum, skýrslugerð og málsmeðferða þegar við á.
    • Fræðslu og menntun

Aðbúnaður, þjálfun og stuðningur

Hópurinn hefur aðgang að fundaraðstöðu í Skátamiðstöðinni og fjarfundarbúnaði Skátamiðstöðvarinnar ef þess þarf. Einnig aðgang að öllu útgefnu efni tengt viðfangsefninu sem skátahreyfingin hefur sett sér og það sem Skátamiðstöðin hefur aðgang að frá WOSM.

Sérstakar áskoranir

Talsverður hluti vinnunnar felst í að kynna sér Safe From Harm frá WOSM og fara í sjálfskoðun fyrir hönd skátahreyfingarinnar til þess að álykta um hvað þarf að betrumbæta og hvaða leiðarnar til úrbóta sé best fyrir skátahreyfinguna að fara.

Ætlast er til að tillögur vinnuhópsins séu metnaðarfullar ásamt því að vera skilvirkar í framkvæmd.

Markmið / mælikvarðar

  1. Að skátahreyfingin sé leiðandi í öryggi, forvörnum og vernd bæði barna og unmenna og einnig fyrir fullorðinna sjálfboðaliða.
  2. Að skátahreyfingin sé með góðar, skýrar og aðgengilegar verklagsreglur þegar það kemur að öryggismálum og forvörnum í almennu skátastarfi, viðburðum og fræðslu.
  3. Að skátahreyfingin á Íslandi uppfyllir kröfur WOSM um öryggi og forvarnir í skátastarfi og sé fyrirmynd fyrir önnur landssamtök.
  4. Að loknum störfum liggi fyrir tillaga að aðgerðaráætlun og úrbótum þegar það kemur að öryggi og forvörnum í skátastarfi, sem tekur mið af öllum fimm flokkum WOSM í Safe From Harm reglugerðinni.  

 

Við bendum á lýsingu á markmiðum og hæfni hér að ofan.