Berglind Lilja Björnsdóttir
Framboð: uppstillinganefnd
Ferill þinn í skátastarfi?
Ég hóf skátaferilinn í Klakki á Akureyri og færði mig síðan yfir í Segul þegar ég flutti suður í nám. Ég sat í Alþjóðaráði BÍS á árunum 2014-2017 og í síðan í stjórn BÍS 2017 – 2019. Í gegnum tíðina hef ég tekið þátt í skipulagningu og framkvæmd ýmissa viðburða og námskeiða innan skátahreyfingarinnar. Þar má nefna Ungmennaþing, Skátapepp og svo gegndi ég einnig hlutverki Dagskrárstýru fyrir Landsmót skáta 2020 (þangað til því var aflýst).
Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?
Það allra skemmtilegasta sem ég geri í skátunum er að fara á alþjóðleg skátamót. Þá helst þegar ég fæ að skipuleggja og stýra dagskrá fyrir þátttakendur eins og á Roverway í Hollandi 2018 þegar ég sá um forritunarpóst fyrir WAGGGS.
Hví gefur þú kost á þér í uppstillinganefnd?
Ég tel að þær tengingar sem ég hef myndað í fyrri störfum innan hreyfingarinnar geri mig að góðum kandídat fyrir uppstillingarnefnd.