Sif Pétursdóttir
Framboð: Útilífsráð
Ferill þinn í skátastarfi?
Hef verið í skátunum frá aldamótum
Starfa núna í Skjöldungum og er í stjórn Skjöldunga
Hef sinnt foringjastörfum fyrir Ægisbúa og Skjöldunga
Sat í stjórn SSR
Hef komið að skipulagningu og framkvæmd hinna ýmsu viðburða innan skátahreyfingarinnar og má þar helst nefna DS. Vitleysu, Skátapepp og Landsmót Róver og Rekkaskáta.
Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?
Mjög erfitt að velja á milli, finnst flest viðburðahald sem inniheldur mikla útivist mjög skemmtilegt. Að skipuleggja og halda utan um DS. Vitleysu var ótrúlega skemmtilegt og mikli reynsla sem safnaðist upp við það verkefni. En að fara út sem þátttakandi 2007 og síðar sem sveitarforingi á Jamboree 2019 var svo gaman að orð fá því varla lýst.
Hví gefur þú kost á þér í útilífsráð?
Ég tel mig hafa mikla reynslu af skátastarfi og hef starfað í nánast öllum krókum og kimum þess. Sem sveitarforingi, þáttakandi, viðburðarhaldari, skipuleggjandi og stjórnarkona. Einnig hef ég mikinn áhuga og ástríðu fyrir útivist af öllum toga og er því sæti í útilífsráði kjörinn staður fyrir mig til að halda áfram að þróa skátastarf á íslandi með útilíf að leiðarljósi.