Leiðbeinendasveitin

UM VERKEFNIÐ

Leiðbeinendasveitin er vinnuhópur á vegum Skátaskólans. Hlutverk hennar er að sjá um leiðtogaþjálfun á vegum BÍS, undirbúa, framkvæma og meta námskeið með stuðningi verkefnastjóra fræðslumála.

Í leiðbeinendasveitinni er þegar hópur öflugra leiðtoga en það er alltaf opið fyrir einstaklinga sem eru áhugasöm um að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga og vill auka gæði þjálfunar og fræðslu á vegum Bandalags íslenskra skáta. Leiðbeinendasveitin vinnur að því að auka leiðtogafærni og valdefla unga skáta til virkrar þátttöku í skátastarfi sem og í daglegu lífi þeirra. Leiðbeinendasveitin miðlar þekkingu sinni og reynslu til annara skáta og vinnur að því að auka áhrif skátastarfs á íslenskt samfélag.

Leiðbeinendur fá fræðslu og þjálfun frá sérfræðingum af ýmsum sviðum til að efla hæfni þeirra sem leiðbeinendur. Stefnt er að því að leiðbeinendur fái gagnlega reynslu í gegnum verkefnið sem komi þeim að góðum notum til lífstíðar.

SKYLDUR OG ÁBYRGÐ

Undirbúnings- og framkvæmdaraðilar leiðtogaþjálfunarnámskeið á vegum skátanna í samræmi við námsskrá Skátaskólans. Leiðbeinendur í leiðbeinendasveitinni vinna að skipulagi 2-3 námskeiðum á hverju ári, framkvæma námskeiðin og endurmeta þau að þeim loknum.

HÆFNI

Við leitum að einstaklingum sem hafa mikla reynslu af skátastarfi, hafa verið foringjar eða sinnt öðrum ábyrgðarstöðum innan skátahreyfingarinnar og búa yfir góðri samskiptahæfni.

ÞJÁLFUN

Njóta stuðnings frá verkefnastýru fræðslumála við skipulag, framkvæmd og endurmat námskeiða og geta nýtt efnivið í eigu skátanna á námskeiðum.

Fá fræðslu og þjálfun frá sérfræðingum af ýmsum sviðum til að efla hæfni þeirra sem leiðbeinendur.

SÉRSTAKAR ÁSKORANIR

Leiðbeinendur þurfa að vera tilbúin að skuldbinda sig til að taka þátt í verkefninu til tveggja ára og taka virkan þátt í stafi Leiðbeinendasveitarinnar. Þau þurfa að sækja að minnsta kosti 20 tíma leiðbeinendaþjálfun ásamt því að undirbúa og framkvæma 2-3 helgarnámskeið á vegum BÍS á hverju ári.

MARKMIÐ

Meiri stöðugleiki og gæði í námskeiðahaldi á vegum skátanna.

2-3 námskeið á hverju ári sem eru mæld í endurmatskönnun til þátttakenda og ná að meðaltali 7/10.

UMBUN

Í Leiðbeinendasveitinni býðst skemmtileg samvera í góðum hópi fólks sem vinnur að sameiginlegum markmiðum ásamt þjálfun sem mun koma að góðum notum bæði í skátastarfi og í eigin lífi. Leiðbeinendasveitinni stendur til boða að fá leiðbeinendaþjálfun og fræðslu- og skemmtiferð með hópnum á hverju ári en stefnt er að ferð erlendis annað hvert ár.

Greitt verður fyrir þau helgarnámskeið sem þú tekur að þér sem leiðbeinandi á vegum Leiðbeinendasveitarinnar.

Sækja sjálfboðaliðasamkomulag á pdf

SÆKJA UM AÐ VERA Í LEIÐBEINENDASVEITINNI

Til þess að vera með í Leiðbeinendasveitinni fyllir þú inn formið hér að neðan og haft verður samband við þig:

Segðu í stuttu máli frá því hvers vegna þú hefur áhuga á verkefninu og hvers vegna þú ættir að verða fyrir valinu.
Segðu í stuttu máli frá því hvaða reynslu eða hæfni þú býrð yfir sem kæmi að góðum notum í Leiðbeinendasveitinni. Hér er gott að nefna viðeigandi námskeið sem þú hefur sótt á vegum skátanna.