About Skátamiðstöðin

This author has not yet filled in any details.
So far Skátamiðstöðin has created 53 blog entries.

Vefsíðan Skátamál er vettvangur fyrir starfandi skáta.

Á vefnum Skátamál.is finnur gagnlegar upplýsingar um skátastarf á líðandi stundu. Markmið Skátamál.is er að veita góða alhliða upplýsingaþjónustu til starfandi skáta. Þar er að finna fréttir af daglegu starfi, tilkynningar og upplýsingar um viðburði og annað sem er efst á baugi hverju sinni. Á Skátamál.is finnur þú einnig margvíslegar upplýsingar um Bandalag íslenskra skáta svo sem upplýsingar um stjórn og starfsfólk, lög og reglur og annað er viðkemur skátastarfi á Íslandi.
:: Skoða Skátamál.is

Tjaldaleiga skáta er með réttu græjurnar!

Skátarnir hafa áratuga reynslu af tjöldum og búnaði tengdum þeim. Á þessari reynslu var byggt þegar Tjaldaleiga skáta var stofnsett árið 1995.
Í boði eru samkomutjöld af ýmsum stærðum sem henta við hin fjölbreyttustu tækifæri, hvort sem um er að ræða mannfagnað eða bara sem afdrep fyrir íslenskri veðráttu á ættarmóti.  Tjöldin eru almennt ekki leigð út yfir vetrartímann þegar allra veðra er von. Ef tjöldin eru send út á land er ekki tekið leigugjald fyrir flutningadagana.
Þá býður Tjaldaleiga skáta ýmsan annan búnað svo sem borð, stóla, og bekki og nú í sumar bætast við ýmsar nýjungar og má þeirra á meðal nefna öflugt hljóðkerfi og glæsilegt svið sem henta vel fyrir stærri viðburði.

:: Skoða vefsíðu Tjaldaleigu skáta

Dósir eru út um allt og Grænir skátar elska þær!

Dósasöfnun GRÆNNA SKÁTA er þjóðþrifafyrirtæki sem breytir afrakstri neyslusamfélags í gjaldeyrisskapandi tekjulind fyrir heilbrigt uppeldis- og félagsstarf ungs fólks. Það er beinlínis í skátadagskránni og í skátalögunum sem segja: – Skáti er nýtinn. – Skáti er náttúruvinur.
:: Lesa meira um Græna skáta

Á Úlfljótsvatni er hopp og hí, hopp og hí!

Útilíf er mikilvægur þáttur í skátastarfi. Skátahreyfingin leggur mikla áherslu á að skátinn læri að þekkja náttúruna og eigi kost á að kynnast landinu jafnt vetur sem sumar. Með aukinni þekkingu á nátttúrunni vex skilningur á nauðsyn umhverfisverndar og því hvernig skátar geti stuðlað að henni með virkum hætti.
Skátar hafa byggt upp útilífsmiðstöðvar síðustu ár til að efla þátt útilífs í starfinu og þess sem veitt er viðamikil þjónusta við innlenda og erlenda ferðamenn, fyrirtæki og hópa.

Útilífsmiðstöðvar skáta eru á Úlfljótsvatni og að Hömrum við Akureyri.
:: Kynntu þér þjónustuna að Úlfljótsvatni
:: Kynntu þér þjónustuna að Hömrum

Markmið skátastarfsins

Meginmarkmið skátahreyfingarinnar er að stuðla að uppeldi og þroska barna, unglinga og ungs fólks af báðum kynjum á þann veg að þeir einstaklingar sem „skátauppeldis” njóta verði sjálfstæðir og sjálfum sér nógir, en jafnframt virkir og ábyrgir samfélagsþegnar. Samfélagsþegnar sem taka þátt í að betrumbæta þann heim sem við búum í, náttúrulegt og menningarlegt umhverfi og samfélag manna, bæði það sem næst okkur er og á alþjóðavísu.

Þannig hefur skátahreyfingin skapað sér uppeldishlutverk sem hún hefur eftir mætti reynt að rækja í yfir hundrað ár um allan heim. Skátahreyfingin starfar eftir sömu gildum í nánast öllum löndum jarðarkringlunnar og er fjölmennasta æskulýðshreyfing í heiminum. Þessu uppeldishlutverki sinnir skátahreyfingin með því að beita skátaaðferðinni, en hún gerir skátann sjálfan að lykilpersónu á vegferð sinni til að verða sú sjálfstæða og sjálfbjarga manneskja sem er fær um að veita öðrum stuðning en jafnframt að vera hluti af heild.

Mikilvægur hluti skátaaðferðarinnar er tilboð til hvers skáta fyrir sig um tiltekin persónuleg og félagsleg gildi skátalaganna sem verða nánast að lífsreglum sem skátar um allan heim aðhyllast.

Hvað gera skátarnir?

Skátastarfið byggir á þeim gildum sem felast í skátalögum og skátaheiti. Skátar fara í útilegur og ferðalög, þeir syngja og sprella, spila tónlist og klífa fjöll, leika leikrit og sigla á kajökum, smíða, mála, klippa, tálga, dansa og byggja snjóhús – viðfangsefnin eru jafn fjölbreytt og hugurinn girnist.

Það eru nefnilega þátttakendurnir sjálfir, í sínum litlu hópum, sem ákveða hvað þeir vilja fást við.

Viðfangsefnin geta auðvitað ráðist af tíðaranda, aðstæðum og umhverfi, en fyrst og fremst ráðast þau af því sem vinahópurinn hefur áhuga á að gera þegar hann velur sér verkefni að kljást við.
Markmið skátastarfs er að þroska börn og ungt fólk til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu.
Með skátastarfinu viljum við stuðla að því að skátar:

Sýni sjálfum sér, öðrum og umhverfinu virðingu.
Taki tillit til skoðana og tilfinninga annarra.
Séu skapandi og sjálfstæðir í hugsun, orði og verki.
Geri ávallt sitt besta og hræðist ekki að gera mistök.
Lifi heilbrigðu lífi og séu traustir félagar og vinir.

Einnig viljum við að skátastarfið stuðli að því að skátar fylgi alltaf trú sinni og sannfæringu, en geti einnig tekið gagnrýni. Berjist gegn ranglæti og órétti, rétti öðrum hjálparhönd og leggi sitt af mörkum til betra samfélags.

Þeir séu viljugir til að axla ábyrgð og ljúki þeim verkefnum sem þeir taka að sér, lifi lífinu af gleði og ánægju, hafi hugrekki til þess að láta drauma sína rætast og nýta þau tækifæri sem skapast.

Það er líka mikilvægt að skátar skilji og njóti eigin menningar og annarra og stuðli að friði, jafnrétti og bræðralagi manna á meðal.
Skátastarf – hollara en hafragrautur!”

Skátaaðferðin er ómissandi hluti af uppeldiskerfi skátahreyfingarinnar. 

Skátaaðferðina má skilgreina sem framfarakerfi er miðar að sjálfsmenntun. Hún er viðbót við og vinnur með fjölskyldunni, skólanum og margþættu frístundastarfi unglinga. […]

Viðburður C

Eitthvað spennandi og skemmtilegt sem er á döfinni hjá skátum eða eitthvað annað mikilvægt sem við teljum að eigi heima á forsíðunni.

Viðburður A

Eitthvað spennandi og skemmtilegt sem er á döfinni hjá skátum eða eitthvað annað mikilvægt sem við teljum að eigi heima á forsíðunni.

Viðburður B

Eitthvað spennandi og skemmtilegt sem er á döfinni hjá skátum eða eitthvað annað mikilvægt sem við teljum að eigi heima á forsíðunni.

Landsmót skáta 2014

Þú getur upplifað landsmótsævintýrið næsta sumar – komdu með okkur á Landsmót skáta að Hömrum við Akureyri.