Hleð Viðburðir

Gilwell 2025 – 3. hluti

Um viðburðinn:

Fyrsta helgin í Gilwell leiðtogaþjálfuninni árið 2025 verður haldin helgina 31. janúar – 2. febrúar,

Gilwell er tilvalið tækifæri fyrir skáta, 20 ára og eldri, að upplifa 10 daga skátaævintýri sem inniheldur leiðtogaþjálfun og uppbyggingu einstaklingsins.

Á Gilwell fá þátttakendur að efla og öðlast nýja færni í ólíkum hlutverkum innan skátahreyfingarinnar sem mun einnig koma að góðum notum í þeirra daglega lífi.

Gilwell leiðtogaþjálfunin tekur ár en er skipt upp í þrjár lotur

1. hluti – Skátinn

Í fyrsta hluta er athyglinni beint að skátanum sjálfum og unnið með sjálfseflingu, framkomu og gildum einstaklings í og utan skátastarfs

2. hluti- Flokkurinn

Í öðrum hluta er flokkastarf í forgrunni. Á þessu skrefi munu flokkarnir reisa tjaldbúð sem þeir búa og starfa í með sínum flokki og glíma við ögrandi verkefni sem miða að því að efla hópinn og auka færni í útivist og tjaldbúðalífi.

3. hluti- Leiðtoginn

Í þriðja hlutanum vinnum við með leiðtogafræðin og hæfni hvers og eins.

FORKRÖFUR

Þátttakendur þurfa að senda kynningarbréf á netfangið gilwell@skatarnir.is áður fyrir 10. janúar 2025. Í kynningarbréfinu þarf að koma fram kynning á þér, hvaða verkefnum þú hefur sinnt fyrir skátahreyfinguna og hvaða væntingar þú hefur til Gilwell leiðtogaþjálfunarinnar.

Að auki þurfa þátttakendur að hafa lokið námskeiði fyrir sveitarforingja, eða sambærilegu námskeiði. Boðið verður upp á auka námskeið í janúar fyrir þau sem hafa ekki lokið slíku námskeiði.

VERÐ OG SKRÁNING

Verð fyrir Gilwell þjálfunina 2025 verður kynnt þegar nær dregur og mun skráning opna í kjölfarið.

Áhugasöm geta skráð sig á þennan póslista til að fá fyrst að vita þegar skráning opnar!

Staðsetning viðburðar á korti

Klst

Min

Sek

Lykilupplýsingar

Byrjar:
07/11/2025
Endar:
09/11/2025
Aldurshópar:
Eldri skátar, Róverskátar

Skipuleggjandi

Gilwell leiðbeinendur
Netfang:
gilwell@skatarnir.is

Staðsetning

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni
Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni
Grafningsvegur efri, Selfoss 801 Iceland
+ Google Map
Sími:
482-2674
Vefsíða:
View Staðsetning Website