Útkall – Þankadagsvinnuhópur

Stjórn BÍS óskar eftir umsóknum í vinnuhóp til að þýða dagskrárpakka fyrir Þankadaginn 2025.

Hópurinn mun þýða dagskrárpakkann og annast uppsetningu í samstarfi við Skátamiðstöðina. Á Neista 2025 mun vinnuhópurinn halda kynningu fyrir þátttakendur þar sem þau sýna hvernig hægt er að nýta Þankadagspakkann í sínu skátastarfi. Hópurinn mun einnig móta tillögur að leiðum til að halda upp á Þankadaginn og dreifa til þeirra skátafélaga sem voru ekki með fulltrúa á Neista. Hópurinn mun fá stuðning frá Alþjóðaráði og Skátamiðstöð.

Hæfniskröfur eru:

Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi góða íslensku og ensku kunnáttu þar sem unnið verður með talsverðan texta og flókin hugtök sem gæti reynst erfitt að þýða. Áhugi á Alþjóðastarfi og reynsla af foringjastörfum er kostur. Kunnátta í miðlun er einnig kostur. Hópurinn þarf að vera skipulagður og geta starfað á skilvirkan máta.

Markmið vinnhópsins er: 

  • að gera upplýsingar um Þankadaginn aðgengilegar íslenskum skátum, skátaforingjum og skátafélögum í upphafi vorannar 2025.
  • að minnsta kosti 10 skátafélög nýti sér pakkann og að minnst 3 skátasveitir á hverju aldursbili dreka,- fálka,- og dróttskáta nýti sér dagskrá til að halda Þankadaginn hátíðlegan.
  • að stuðla áfram að þeirri hefð að Þankadeginum sé fagnað innan skátasveita og endurvekja góðgerðavikuna.
  • að stuðla að hátíðlegri menningu innan íslensku skátahreyfingarinnar í kringum Þankadaginn.

Aðbúnaður og þjálfun:

Hópurinn hefur aðgang að Skátamiðstöðinni eins og þörf er á. Tengiliður Alþjóðaráðs og Kynningarmálastýra BÍS verða hópnum innan handar, lesa yfir þýdda texta og aðstoða við dreifingu efnis til íslenskra skáta.

 

Segðu í stuttu máli frá því hvers vegna þú hefur áhuga á verkefninu. Hvaða reynslu þú hefur eða ástríðu sem þú telur að nýtist og hvers vegna þú ættir að verða fyrir valinu.