Ungmennaþing og skátajörm

Síðastliðna helgi fór fram Ungmennaþing í Grundarfirði. Fyrir þessum viðburði stendur Ungmennaráð BÍS en þau hafa unnið hörðum höndum að skipulagningu undanfarnar vikur. Ungmennaþing er haldið á ári hverju, og var nú opið fyrir alla skáta á aldrinum 15-25 ára. Á Ungmennaþingi er farið yfir fyrirkomulag Skátaþings, almenn þingsköp, málefni sem skipta ungmenni í skátastarfi máli, ásamt því að fara í ýmsa umræðuhópa og leiki.

Ungmennaþing hópmynd

Helgin hófst á ratleik um Grundarfjörð en eftir hann settust þátttakendur niður og spjölluðu og spiluðu. Á laugardeginum var ýmislegt gert, en meðal annars var farið í leiki í svokallaðri stuðstund, kynningar voru á hinum ýmsu viðburðum, farið var yfir skátajörm, ásamt því að kynnast hvort öðru.

Þá var sjálft þingið haldið og var það vel útskýrt og vel sett fram samkvæmt Ísold Völu, meðlimi í Ungmennaráði. Þá var tekin kennsla um almenn þingstörf svo þátttakendur myndu skilja betur hvað færi fram á Skátaþingi.

Um helgina var mikið rætt um hinu Ungmennaþingýmsu málefni og verður spennandi að sjá hvað gerist á næsta Skátaþingi. Það fóru fram miklar umræður um lög BÍS, og munu líklegast koma fram allt að þrjár lagabreytingartillögur á næstkomandi Skátaþingi. Þær munu meðal annars innihalda breytingu á kosningakerfi, kosningu í Ungmennaráð og öðrum starfsháttum Ungmennaráðs. Einnig var farið í dagskrárlið sem kallaðist Okkar eigin markmið, en þar voru þátttakendur að reyna að tengja skátastarfið og heimsmarkmiðin meira saman. „Mér fannst helgin bara heppnast mjög vel“ segir Ísold Vala. Þátttakendur voru almennt ánægðir með helgina og er það klárt mál að skátahreyfingin er með mjög flotta unga einstaklinga í starfi.