Undirbúningur fyrir Útilífsskóla skáta 2021 er byrjaður!

skyndihjálp 26.05.2021

Í gær, 26. maí 2021, mætti hópur af duglegu, spenntu og flottu fólki sem á það sameiginlegt að ætla að vinna í Útilífsskóla skáta sumarið 2021. Til að undirbúa sig fyrir námskeiðin og vera tilbúin í allt þá byrjuðu þá á skyndihjálparnámskeiði sem var í leiðsögn hinnar frábæru Laufeyjar Elísabetar Gissurardóttur, sem hefur kennt skyndihjálp í þrjá áratugi.

Laufey hafði orð á því hversu flottur þessi hópur væri, greinilega tilbúin í að læra og meðtaka nýjar upplýsingar, spennt fyrir komandi tímum og má segja að starfskostur Útilífsskólans sé vel skipaður í ár.

Gaman verður að fylgjast með þessum hópi takast á við skemmtilegar áskoranir sumarsins en skráning í Útilífsskóla skáta er í fullum gangi og hægt að nálgast frekari upplýsingar á www.utilifsskoli.is.