Tindaáskorun Mosverja

Skátafélagið Mosverjar hefur verið duglegt að senda út verkefni heim til skátanna sinna svo þau geti haldið áfram að vinna að merkjum heima en þeim finnst það mjög skemmtilegt. Mosverjum fannst vanta meiri útivist og datt í hug nýja áskorun. Útkoman var „Tindaáskorun Mosverja“ þar sem þau skora á alla að fara út og ganga a.m.k. einn tind!

Yfir 300 manns búin að taka áskoruninni

Orðið var fljótt að spyrjast út og eru nú yfir 300 manns komin í Facebook hópinn – Tindaáskorun Mosverja – og myndirnar strax farnar að hrannast inn! Áskorunin er til áramóta en allir sem taka þátt fara í lukkupott og þegar áskoruninni líkur verða tveir heppnir einstaklingar dregnir út og fá glaðning.

Svona tekur þú þátt:

    • Gengur einn tind
    • Tekur mynd sem sýnir staðsetningu eða gönguleið.
    • Deilir myndinni á Facebook hópnum – Tindaáskorun Mosverja. Einnig getur þú merkt myndina með #Tindaáskorun. Ef þú átt ekki Facebook síðu þá getur þú sent mynd og upplýsingar á mosverjar@mosverjar.is.
    • Nafnið þitt fer í lukkupottinn þegar þú sendir inn mynd af göngu á einn tind. Nafnið þitt fer jafnt oft í pottinn og tindarnir sem þú gengur. Ef þú gengur 5 tinda þá fer nafnið þitt 5 sinnum í pottinn.
tindaáskorun mosverja

Ofið merki fyrir skátana

Þeir skátar sem sigra að minnsta kosti einn tind fá í gjöf saumað merki hannað af Andreu Dagbjörtu, Mosverja. Til að fá merkið þá láti þið Mosverja vita þegar þið sendið inn að þið viljið fá sent merki.