Taktu þátt í Nordic Adventure Race 2024

Alþjóðaráð leitar að bæði þátttakendum og foringjum til að taka þátt í Nordic Adventure Race í Roskilde, Danmörku 5-8. ágúst!  Tilvalið tækifæri fyrir dróttskátaflokka og foringja þeirra en Nordic Adventure Race er skátaáskorun fyrir drótt- og rekkaskáta 13-17 ára.  Áskorunin felur í sér kapphlaup þar sem þátttakendur vinna saman í flokkum og keppa í þrautum byggðum á skátaáskorunum og samfélagsmiðlakunnáttu!

Áhugasöm eru beðin um að fylla inn formið hér að neðan. ATH Þetta er ekki bindandi skráning!

Fleiri upplýsingar um kostnað og annað munu koma um leið og þær liggja fyrir.

Ertu með einhverjar spurningar? Endilega sendu á skatarnir@skatarnir.is