Taktu þátt í Nordic Adventure Race 2024
Alþjóðaráð leitar að bæði þátttakendum og foringjum til að taka þátt í Nordic Adventure Race í Roskilde, Danmörku 5-8. ágúst! Tilvalið tækifæri fyrir dróttskátaflokka og foringja þeirra en Nordic Adventure Race er skátaáskorun fyrir drótt- og rekkaskáta 13-17 ára.
Á mótinu er lögð áhersla á skapandi hugsun, samvinnu og krefjandi útivist, þátttakendur vinna saman í flokkum og keppa í þrautum byggðum á skátaáskorunum og samfélagsmiðlakunnáttu. Hluti af dagskránni er 60km ganga og gisting á mismunandi stöðum úti í náttúrunni. Þátttakendum verður skipt niður í alþjóðlega skátaflokka.
Áhugasöm geta nálgast nánari upplýsingar hér.
Þátttökugjald fyrir 13-17 ára er 40.000 kr og þátttökugjald fyrir foringja er 800 kr.
Foringjar ferðarinnar mynda fararstjórn sín á milli og sjá um utanumhald.
Kröfur frá mótshöldurum:
Fyrir hverja þrjá þátttakendur þarf að senda einn foringja sem er 18+ þegar mótið fer fram.
Skráningafrestur er til 15. júni
Ertu með einhverjar spurningar? Endilega sendu á skatarnir@skatarnir.is