18:23

Föstudaginn 10. mars verður haldinn viðburðurinn 18:23 í Hraunbæ 123. Viðburðurinn mun standa yfir í 18 klst og 23 mínútur og er slitið laugardaginn 11. mars kl. 12:46.

Þátttökugjald viðburðar er 10.000kr.

18:23 er viðburður fyrir alla drótt- og rekkaskáta á landinu. Þar verður boðið uppá mjög fjölbreytta og spennandi dagskrá í 18 klukkustundir og 23 mínútur samfellt í karnival þema. Sem dæmi um dagskrá má nefna silent disco, þrautir í hoppukastala, kareoki, jóga, kvikmynda-maraþon, spil og leiki, lukkuhjól, bingó, ratleik, sushigerðarnámskeið, slysaförðun og brjóstsykursgerð.

Á viðburðinum geta öll fundið eitthvað við sitt hæfi og valið um dagskrá eftir áhugasviði. Dagskráin er opin alla nóttina og skátunum frjálst að fara á milli eins og þau vilja. Þrátt fyrir að dagskráin sé í boði frá kvöldi til hádegis daginn eftir þá verður auðvitað aðstaða til þess að sofa fyrir þau sem eru orðin þreytt og hvetjum við þátttakendur til þess að hlusta á eigið innsæi og leggja sig þegar þreytan steðjar að. Þegar viðburði lýkur eru líka ennþá rúmir 24 tímar til stefnu til að rétta sólarhringinn af áður en hversdagsleikinn tekur völd á ný.

Skráning fer fram á https://www.sportabler.com/shop/skatarnir/.

Ef óskað er eftir því þá viljum við endilega mæta á skátafundi hjá drótt- og rekkaskátum í ykkar félögum og auglýsa viðburðinn nánar.

Hægt er að hafa samband við okkur skipuleggjendur á salkagu97@gmail.com (Salka)
-Grænjaxlarnir (Huldar Hlynsson, Unnur Líf Kvaran, Salka Guðmundsdóttir

Viðburðurinn er studdur af BÍS

- - -

Mánudaginn 13. febrúar kl. 19:30 verður haldinn opinn fundur í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123, þar sem Grænjaxlarnir, skipuleggjendur viðburðarins, munu svara fyrirspurnum og ræða viðburðinn.

Boðið verður upp á streymi á zoom, hér er hlekkur á zoom fundinn. 

---

Upplýsingabréfið á pdf

Fundarboð á opinn fund á pdf