Ungmennaþing - 2023

Ungmennaþing 2023 verður helgina 3-5 febrúar í Lækjabotnum.

 

Við hvetjum alla sem geta að mæta og skemmta sér konunglega á geggjuðu ungmennaþingi.

Markmiðið er að kynnast fyrirkomulagi Skátaþings, ræða þau málefni sem skipta ungmenni í skátastarfi máli og svo auðvitað að kynnast nýju fólki og eiga sturlaða skemmtilega helgi saman.

 

Þingið er opið fyrir öllum frá Drekaskátum til Róverskáta

Drekar og fálkar eru hvött til að koma á laugardaginn og taka þátt í dagskránni en þau þurfa foringja með sér.

Skráning er hafin á sportabler

Hlökkum til að sjá sem flesta og hvetjum alla til að koma!

Skráningin lýkur fimmtudaginn 26. janúar.

Dagskrá:

Dagskrá á ungmennaþingi 2023