Fjársoðsleit

Fjársoðsleit (Já! FjársOðsleit, ekki fjársjóðsleit) er viðburður haldinn af ungmennaráði styrktur af Evrópusambandinu.

Fyrir hverja er Fjársoðsleitin ?

Viðburðurinn er fyrir skáta og ekki skáta á rekka og róver aldri (16-25 ára) þar sem þátttakendur skipta sér í 4-8 manna flokka.

Hvenær er viðburðurinn?

Fjársoðsleitin fer fram 14. október 2023 og stendur yfir í 10 klukkutíma frá kl. 9-19.

Um hvað er Fjársoðsleit ?

Viðburðurinn er stórpóstaleikur í kringum höfuðborgarsvæðið þar sem þátttakendur flakka á milli staða með öðrum hætti en með bíl. Þátttakendur eru í mismunandi flokkum þar sem þau vinna saman við ýmis fjölbreytt verkefni tengdum ólíkum málefnum og reyna að safna sem flestum stigum.

 

Skráning á viðburðinn er inn á skraning.skatarnir.is 

 


Ungmennaþing 2024

Ungmennaþing verður haldið þann 2. - 4. febrúar á Akranesi í skátaheimili Skátafélagsins Akraness, Háholt 24. Ungmennaþingið hefst með setningu kl. 21:30 á föstudegi og lýkur með slitum kl. 13:00 á sunnudegi. 

Skráning er opin á skraning.skatarnir.is og verðið er 15.900 kr fyrir viðburðinn en gert er ráð fyrir að matur, dagskrá og gisting sé innifalin í verðinu. Þá er átt við kvöldkaffi á föstudaginn, allan mat á laugardag og mat á sunnudag fram að brottför. 

Ekki verður boðið upp á rútuferð, haft verður samband við þau sem voru skráð í rútu og búin að greiða varðandi endurgreiðslu. 

 

Ákveðið hefur verið að fjölga sætum í ungmennaráði úr þremur í fimm eins og heimild er til skv. 26. grein laga BÍS og því fimm sæti  til kjörs í ungmennaráði. Skátar sem bjóða sig fram í ungmennaráð skulu vera á aldrinum 13-25 ára á því ári sem þau bjóða sig fram auk þess að kosið verður um  sérstakan áheyrnafulltrúa ungmenna í stjórn BÍS og kjörgengir eru þeir skátar sem eru 25 ára eða yngri á því ári sem kosið er skv. 16. grein laga BÍS

Framboðstilkynningar og tillögur um einstaklinga í ungmennaráð skulu sendar á uppstillingarnefnd fram að föstudegi 19. janúar í gegnum tölvupóstinn uppstillingarnefnd@skatarnir.is en uppstillingarnefnd starfar skv. 19. grein laga BÍS

Framboð mega þó berast fram að kosningum sjálfum á Ungmennaþingi skv. 16. grein laga BÍS.

Uppstillinganefnd:

Höfuðborgarsvæðið 2023-12-19