Þankadagurinn 2025

Þankadagurinn eða World Thinking Day er dagur alþjóðlegrar vináttu þar sem skátar út um allan heim hugsa hlýtt til annarra skáta og senda þakklæti út í heiminn.

Haldið hefur verið upp á Þankadaginn á hverju ári síðan 1926. Hugmyndin varð fyrst til þegar kvenskátar (Girl Guides og Girl Scouts) hittust í Bandaríkjunum á fjórðu heimsráðstefnu WAGGGS sama ár. Þær voru sammála um að það ætti að vera sérstakur dagur á hverju ári, tileinkaður öllum þeim sem eru hluti af skátunum til að hugsa hvert til annars og senda þakklæti út í heiminn.

Dagurinn er haldinn 22. febrúar en sá dagur var valinn vegna þess að það er afmælisdagur bæði Lord Baden-Powell, stofnanda skátahreyfingarinnar og Olave Baden-Powell, sem var World Chief Guide.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla skáta á Íslandi til þess að fagna deginum og geta skátaforingjar nýtt sér verkefni úr dagskrápökkum frá WAGGGS sem eru tileinkaðir þankadeginum. Sumir dagskrápakkar hafa verið þýddir á íslensku af vinnuhópum tileinkuðum þankadeginum.

Síða um þankadaginn er hægt að finna hér ásamt dagskrápökkum síðustu ára.


Þankadagurinn

Þankadagurinn eða World Thinking Day er dagur alþjóðlegrar vináttu þar sem skátar út um allan heim hugsa hlýtt til annarra skáta og senda þakklæti út í heiminn.

Haldið hefur verið upp á Þankadaginn á hverju ári síðan 1926. Hugmyndin varð fyrst til þegar kvenskátar (Girl Guides og Girl Scouts) hittust í Bandaríkjunum á fjórðu heimsráðstefnu WAGGGS sama ár. Þær voru sammála um að það ætti að vera sérstakur dagur á hverju ári, tileinkaður öllum þeim sem eru hluti af skátunum til að hugsa hvert til annars og senda þakklæti út í heiminn.

Dagurinn er haldinn 22. febrúar en sá dagur var valinn vegna þess að það er afmælisdagur bæði Lord Baden-Powell, stofnanda skátahreyfingarinnar og Olave Baden-Powell, sem var World Chief Guide.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla skáta á Íslandi til þess að fagna deginum og geta skátaforingjar nýtt sér verkefni úr dagskrápökkum frá WAGGGS sem eru tileinkaðir þankadeginum. Sumir dagskrápakkar hafa verið þýddir á íslensku af vinnuhópum tileinkuðum þankadeginum.

Síða um þankadaginn er hægt að finna hér ásamt dagskrápökkum síðustu ára.

 

Við leytum af einstaklingum eða hópum sem hafa áhuga á að aðstoða við þýðingu á Þankadagsdagskrápakka 2024! Endilega hafið samband við Sædísi hjá Skátamiðstöðinni ef þið hafið áhuga: saedis@skatarnir.is