Félagsforingjafundur

FÉLAGSFORINGJAFUNDUR

Tímasetning:  4.október 2022 kl. 20-21:30
Staðsetning: Skátamiðstöðin, fyrir fjarfund: hlekkur fylgir í tölvupósti

Boðaðir: Stjórn BÍS, félagsforingjar skátafélaga +2 (félagaþrennan). Fyrir þau félög sem ekki hafa innleitt félagaþrennuna er félagsforingi boðaður og þeir aðilar sem hafa mest með dagskrár- og foringjamál að gera.

Dagskrá fundarins er

  • Setning
  • Staða mála hjá Skátamiðstöðinni
  • Samningurinn við Sportabler
  • Niðurstaða ánægjukönnunar
  • Tilkynningar
  • Önnur mál
  • Slit

Skráning fer fram á https://sportabler.com/shop/skatarnir


Sportabler netnámskeið

Bandalag íslenskra skáta er nú á lokastigi við að færa sig um skráningakerfi og skiptir nú Nóra út að fullu fyrir Sportabler. Öll félög hafa nú verið færð yfir í Sportabler og félagatal þeirra sem byrjuðu starfsárið í Nóra verið afrituð yfir.

Að því tilefni ætlum við að bjóða upp á netnámskeið í Sportabler þar sem við fáum til okkar starfsmann frá Sportabler til þess að fara yfir helstu þætti kerfisins sem við erum að nýta okkur. Mikilvægt er að öll félög þekki til hvernig Sportabler virkar þar sem þetta verður núna okkar aðal tæki til þess að halda utan um félagatalið, fundarboð, skráningu á viðburði og einnig sem samskiptamáti innan félagsins milli skáta, skátaforingja og foreldra.

Því hvetjum við bæði foringja og stjórn skátafélaga til þess að mæta á námskeiðið sem haldið verður næsta mánudag, 24. janúar kl. 17:30. 

Þeir sem ætla að mæta eru hvattir til þess að skrá sig https://www.sportabler.com/shop/skatarnir

Slóðin á námskeiðið á Zoom er:
https://us02web.zoom.us/j/86021006674