Afmæli skátastarfs á Íslandi
Skátarnir á Íslandi fagna 111 ára afmæli þann 2. nóvember, en þann dag árið 1912 var fyrsta skátafélagið stofnað, Skátafélag Reykjavíkur ,,Í Fjósinu" bak við Menntaskólann í Reykjavík.
Í fyrra var haldin hátíðarkvöldvaka í samstarfi við Skátasamband Reykjavíkur í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem skátar komu saman og fögnuðu 110 ára afmæli skátastarfs á Íslandi.
Sumarskátafundir - Dróttskátasveitin Ramus
Skátasveitin DS. Ramus mun starfa í sumar á höfuðborgarsvæðinu og er öllum dróttskátum velkomið að taka þátt. Krakkar sem ekki hafa verið í skátunum eru einnig velkomin að koma og vera með í sumar.
Hvar og hvenær
Skátafundir munu fara fram víðsvegar um höfuðborgarsvæðið milli 17:00 og 19:00 á þriðjudögum og fimmtudögum frá og með 20. júní til 10. ágúst.
Hvað
Starfið byggist að mestu á flokkastarfi og gefst skátunum færi á að skapa sín eigin sumarævintýr með öðrum jafningjum á ýmsum útivistarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring. Þeir skátar sem ekki skrá sig með flokk munu fá aðstoð við að finna flokk sem hentar þeim.
Fyrstu fundir
Fyrstu fundir munu fara fram í Elliðaárdalnum en mæting er við Árbæjarsafnið klukkan 17:00 á fyrsta fundinn þann 20. júní.
Skráning
Til að taka þátt þarf að skrá sig inn á skraning.skatarnir.is og kostar 3000 kr fyrir hvern skáta að taka þátt í allt sumar. Ef skátinn hættir við er ekki endurgreitt staðfestingargjaldið sem er 10% af heildarverðinu.
Þátttakendur sem vegna ferðalaga eða annars komast ekki á alla fundi, eru engu að síður hvött til að taka þátt.
Mikilvægt er síðan að fylgjast vel með upplýsingum á Sportabler. Einnig þarf að láta vita fyrir hvern fund hvort skáti mætir eða ekki. Ef lágmarksmæting (4 skátar) næst ekki á fund fyrir hádegi sama dag fellur fundurinn þann daginn niður.
Skátakveðjur og hlökkum til að sjá sem flesta í sumar,
Sveitarforingjar Ds. Ramus.
Ragnheiður Silja Kristjánsdóttir (ragnheidursilja@gmail.com) dróttskátaforingi Garðbúa
Salka Guðmundsdóttir (salkagu97@gmail.com) dróttskátaforingi Mosverja