Útilífsnámskeið 2024

Skíðasamband skáta stendur fyrir útilífsnámskeiði í Eyjafirði helgina 9.-11. febrúar 2024.

Námskeiðið er ætlað dróttskátum og rekka/róverskátum.

Þátttakendur fræðast um ýmis atriði tengd vetrar útivist, svo sem klæðnað, búnað, mataræði, skyndihjálp, skíðabúnaði og margt fleira. 

Námskeiðið er að mestu leyti verklegt og fer fram að stórum hluta úti.

KYNNINGARFUNDUR

Kynningarfundur fyrir þátttakendur verður mánudaginn 29. janúar klukkan 20:00 í Hyrnu (Boðið verður upp á streymi). Þá fá þátttakendur útbúnaðarlista og nánari upplýsingar um tilhögun námskeiðisins.

RÚTA

Boðið verður upp á rútu á viðburðinn með þeim fyrirvara að nægur þátttakendafjöldi náist á viðburðinn.

Rútan fer frá Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123, föstudaginn 9. febrúar klukkan 12:00 og er reiknað með mæting á Akureyri um 17:30.
Rútan leggur af stað frá Akureyri, sunnudaginn 11. febrúar, klukkan 15:00 og við reiknum með heimkomu klukkan 20:30 í Skátamiðstöðina.

Vert er að taka fram að ábyrgðaraðili þarf að fylgja þátttakendum undir lögaldri

Verð fyrir rútuna er 8.500 krónur á mann.

SKRÁNING

Skráningu lýkur 3. febrúar og fer hún fram inn á Sportabler aðgangi Klakks, hér. Þátttökukostnaður er 11.000 kr. og innifalið í gjaldi er gisting, matur og námskeiðisgögn. 

Ath. Mikilvægt er að taka fram að þátttakendur undir lögaldri verða að vera með ábyrgðaraðila/foringja með sér. 

GISTING

Fyrri nóttina verður gist í skátaskálanum Valhöll. Gistirýmið þar er sameiginlegur salur þar sem þátttakendur og ábyrgðaraðilar sofa, reynt verður eftir fremsta megni að skipta þátttakendum eftir aldri og kyni.

Seinni nóttina verður gist í tjöldum, ef aðstæður og veður leyfir.

Nánari upplýsingar á tumisnaer@gmail.com eða jokkna@gmail.com 

 


Útilífsnámskeið 2023

Skíðasamband skáta stendur fyrir útilífsnámskeiði í Eyjafirði helgina 10.-12. febrúar 2023.

Námskeiðið er ætlað dróttskátum og rekka/róverskátum.

Þátttakendur fræðast um ýmis atriði tengd vetrar útivist, svo sem klæðnað, búnað, mataræði, skyndihjálp, skíðabúnaði og margt fleira. Þátttakendur gista eina nótt inni, en seinni nóttina í tjaldi. Námskeiðið er að mestu leyti verklegt og fer fram að stórum hluta úti.

Kynningarfundur fyrir þátttakendur verður mánudaginn 30. janúar klukkan 20:00 í Hyrnu (Boðið verður upp á streymi). Þá fá þátttakendur útbúnaðarlista og nánari upplýsingar um tilhögun námskeiðisins.

Skráningu lýkur 3. febrúar og fer hún fram inn á Sportabler aðgangi Klakks, hér. Þátttökukostnaður er 8000 kr.  og innifalið í gjaldi er gisting, matur og námskeiðisgögn. Ferðakostnaður félaga utan Akureyris á námskeiðið verður niðurgreiddur af BÍS.

Rúta fer frá Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123, á föstudegi og til baka á sunnudegi. Verð fyrir rútu er 4.500 kr á mann.

Ath. Mikilvægt er að taka fram að þátttakendur undir lögaldri verða að vera með ábyrgðaraðila/foringja með sér. 

Nánari upplýsingar á tumisnaer@gmail.com eða jokkna@gmail.com