18:23

Föstudaginn 10. mars verður haldinn viðburðurinn 18:23 í Hraunbæ 123. Viðburðurinn mun standa yfir í 18 klst og 23 mínútur og er slitið laugardaginn 11. mars kl. 12:46.

Þátttökugjald viðburðar er 10.000kr.

18:23 er viðburður fyrir alla drótt- og rekkaskáta á landinu. Þar verður boðið uppá mjög fjölbreytta og spennandi dagskrá í 18 klukkustundir og 23 mínútur samfellt í karnival þema. Sem dæmi um dagskrá má nefna silent disco, þrautir í hoppukastala, kareoki, jóga, kvikmynda-maraþon, spil og leiki, lukkuhjól, bingó, ratleik, sushigerðarnámskeið, slysaförðun og brjóstsykursgerð.

Á viðburðinum geta öll fundið eitthvað við sitt hæfi og valið um dagskrá eftir áhugasviði. Dagskráin er opin alla nóttina og skátunum frjálst að fara á milli eins og þau vilja. Þrátt fyrir að dagskráin sé í boði frá kvöldi til hádegis daginn eftir þá verður auðvitað aðstaða til þess að sofa fyrir þau sem eru orðin þreytt og hvetjum við þátttakendur til þess að hlusta á eigið innsæi og leggja sig þegar þreytan steðjar að. Þegar viðburði lýkur eru líka ennþá rúmir 24 tímar til stefnu til að rétta sólarhringinn af áður en hversdagsleikinn tekur völd á ný.

Skráning fer fram á https://www.sportabler.com/shop/skatarnir/.

Ef óskað er eftir því þá viljum við endilega mæta á skátafundi hjá drótt- og rekkaskátum í ykkar félögum og auglýsa viðburðinn nánar.

Hægt er að hafa samband við okkur skipuleggjendur á salkagu97@gmail.com (Salka)
-Grænjaxlarnir (Huldar Hlynsson, Unnur Líf Kvaran, Salka Guðmundsdóttir

Viðburðurinn er studdur af BÍS

- - -

Mánudaginn 13. febrúar kl. 19:30 verður haldinn opinn fundur í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123, þar sem Grænjaxlarnir, skipuleggjendur viðburðarins, munu svara fyrirspurnum og ræða viðburðinn.

Boðið verður upp á streymi á zoom, hér er hlekkur á zoom fundinn. 

---

Upplýsingabréfið á pdf

Fundarboð á opinn fund á pdf

 


Hringborð róverskáta

Hringborðin er nýjung í skátastarfi. Þessi viðburður er samráðsvettvangur fyrir skátaforingja vissra aldursbila til þess að koma saman, stilla strengi, skerpa á ákveðnum málefnum, deila reynslu og ræða mikilvæg umræðuefni.

Frekari upplýsingar koma um viðburðinn þegar nær dregur.


Upplýsingafundur fyrir Landsmót Rekka & Róverskáta 2022

Upplýsingafundur um Landsmót Rekka og Róverskáta 2022 verður haldinn mánudaginn 20. júní kl. 18 í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123.
Fundurinn er fyrir rekkaskáta, róverskáta, fararstjóra, stjórn skátafélaga og forráðafólk.

Fulltrúar mótstjórnar mun kynna umgjörð mótsins, fara ítarlega í gönguna, matarhugmyndir, útbúnað, svo verður líka farið yfir tjaldbúðarhlutann og dagskrána þar ásamt því að svara öllum þeim spurningum sem þið kunnið að hafa eftir bestu getu.

Að sjálfsögðu verður hægt að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað en við hvetjum þau sem geta að mæta í persónu. Hægt er að smella hér til að tengjast fjarfundi.

 

Náttúrulega logo