Forsetamerkisráðgjöf

Mánudagskvöldið 27. maí kl 20:00 geta rekkaskátar sem eru lögð af stað á vegferð að forsetamerkinu fengið ráðgjöf varðandi vinnuna að forsetamerkinu. Þangað geta bæði lengra og styttra komið með vegferðina mætt og fengið aðstoð við að átta sig á hvað þau eiga eftir og hvernig þau geta klárað, ásamt því verður hægt að deila hugmyndum og læra af öðrum rekkaskátum. Þau sem eru stödd úti á landi geta látið vita af sér og mætt gegnum fjarfund.