Landvernd, hálendisferð

Þvert yfir hálendið

Ert þú skáti á aldrinum 15-20 ára? Komdu með í hálendisferð í ágúst!

Landvernd auglýsir eftir skátum á aldrinum 15-20 ára til að koma með í ævintýralega hálendisferð í ágúst!

Hvenær?

18.-21. ágúst

Hvers vegna?

Markmið ferðarinnar er að skoða og upplifa hálendið og miðla upplýsingnum um það til almennings með fjölbreyttum leiðum sem þátttakendur velja sjálfir. T.d. á Instagram, með ljósmyndum, greinaskrifum, ljóðagerð, teikningum eða öðru. Þátttakendur fá fræðslu um miðlun og fréttamennsku í ferðinni og aðgang að samfélagsmiðlum Landverndar og Skátanna.
Þátttakendur þurfa að hafa góðan svefnpoka fyrir skálavist og útvistarbúnað til krefjandi gönguferða á hálendinu. Fyllsta öryggis verður gætt.

Reyndir farastjórar, kokkur og bílstjóri verða með í för.

Hverjir?

Við veljum 10 umsækjendur. Ferðin kostar þátttakendur ekki neitt, hún er styrkt af Landvernd, Skólum á grænni grein og Ferðafélagi Íslands.

Skilyrðin eru að þú sért

1) Skáti eða skráð/ur í FÍ Ung
2) Á aldrinum 15-20 ára
3) Tilbúin/n til að segja öðrum frá ferðinni eftir hana

 

Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir er umsjónaraðili ferðarinnar en hún er reyndur skáti og verkefnastjóri Umhverfisfréttafólks hjá Landvernd. Allar nánari upplýsingar um ferðina má fá frá henni með því að senda tölvupóst á vigdis@landvernd.is. Endilega sendið henni spurningar ef einhverjar eru :)

Umsóknarfrestur fyrir ferðina er til og með 17. júní. Skráning fer fram hér.
https://landvernd.is/graenfaninn/umhverfisfrettafolk/