Landsmót 2024

Landsmót skáta snýr aftur

Eftir nokkur ár er loksins komið að því að við sameinumst aftur á skátamóti, hittum vini og fjölskyldu og eignumst nýja skátavini á Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni vikuna 12.-19. júlí 2024. Hægt er að sjá frekari upplýsingar á heimasíðu Landsmóts Skáta. 

Þema mótsins : Ólíkir heimar

Fyrir langa löngu varð tímamóta uppgötvun í vísindum sem að leiddi í ljós nýjar veraldir allt í kringum okkur. Þessir heimar búa yfir mismunandi eiginleikum sem endurspeglast í fólkinu, Skátar hvers heims hafa því sína styrkleika og búa yfir ákveðni hæfni sem tengist sérkennum þeirra heima: Bergheimur, Jurtaheimur, Vatnaheimur, Eldheimur, Tækniheimur. Fyrir nánari upplýsingar um þemað er hægt að kíkja á skátamóts síðuna hér.

Skráning og verð

83.000 kr kostar fyrir þátttakendur á Landsmót og fer skráningin fram á skraning.skatarnir.is. Skráning opnar 15.október 2023 og lýkur 15. febrúar 2024.

 

Fjölskyldubúðir

Í boði verður fjölskyldubúðir þar sem fjölskyldur geta tjaldað og tekið að hluta til í dagskrá mótsins auk dagskrá fjölskyldubúða. Nánar um fjölskyldubúðir kemur í haust.

 

Fyrir sjálfboðaliða

Til að Landsmót skáta 2024 geti gengið smurt fyrir sig þurfum við sjálfboðaliða (IST) til að aðstoða okkur við hin ýmsu verk á meðan á mótinu stendur. Sjálfboðaliðar gegna mikilvægu hlutverki þar sem þau hjálpa til við að vinna þau verk sem þarf að gera til að skapa ógleymanlegt skátamót fyrir öll, auk þess sem þetta er skemmtilegt tækifæri til að kynnast fleiri skátum og njóta sumarsins á Úlfljótsvatni. Verkefnin eru fjölbreytt og skemmtileg en það þarf til dæmis aðstoð við dagskrá, uppsetningu, kynningarmál og fleira!

Smellið hér til að skrá ykkur sem sjálfboðaliða á Landsmóti 2024

 


Upplýsingafundur fyrir Landsmót Rekka & Róverskáta 2022

Upplýsingafundur um Landsmót Rekka og Róverskáta 2022 verður haldinn mánudaginn 20. júní kl. 18 í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123.
Fundurinn er fyrir rekkaskáta, róverskáta, fararstjóra, stjórn skátafélaga og forráðafólk.

Fulltrúar mótstjórnar mun kynna umgjörð mótsins, fara ítarlega í gönguna, matarhugmyndir, útbúnað, svo verður líka farið yfir tjaldbúðarhlutann og dagskrána þar ásamt því að svara öllum þeim spurningum sem þið kunnið að hafa eftir bestu getu.

Að sjálfsögðu verður hægt að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað en við hvetjum þau sem geta að mæta í persónu. Hægt er að smella hér til að tengjast fjarfundi.

 

Náttúrulega logo

Dróttskátamót 2022

Upplýsingafundur Landsmóts Dróttskáta 2022

Upplýsingafundur um Landsmót Dróttskáta 2022 verður haldinn þriðjudaginn 31.maí kl. 20 í Skátamiðstöðinni, Hraunbæ 123. Fundurinn er fyrir dróttskátaforingja, fararstjóra, stjórn skátafélaga og forráðafólk.

Fulltrúar mótstjórnar mun kynna umgjörð mótsins, dagskrána ásamt því að svara öllum þeim spurningum sem þið kunnið að hafa eftir bestu getu.

Að sjálfsögðu verðu hægt að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað en við hvetjum þau sem geta að mæta í persónu. Hægt er að smella hér til að tengjast fjarfundi